Erlent

Eftirlifendur Grenfell brunans krefjast þess að forsætisráðherra endurskipuleggi rannsókn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Eftirlifendur brunans í Grenfell óttast að rannsóknin á brunanum verði hvítþvottur.
Eftirlifendur brunans í Grenfell óttast að rannsóknin á brunanum verði hvítþvottur. Vísir/EPA
Eftirlifendur brunans í Grenfell hafa sent Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, bréf þar sem þau krefjast breytinga á opinberri rannsókn á brunanum. Þau óttast að rannsóknin verði hvítþvottur.

Kröfur hópsins eru alls tólf og voru settar saman af lögfræðingum hópsins eftir fund með um 150 eftilifendum brunans. Lögfræðingarnir segja að ef ekki verði fallist á kröfur hópsins fari málið fyrir dómstóla.

Kröfur hópsins eru meðal annars:

  • Að fjölbreyttur hópur sérfræðinga sitji ásamt dómara í nefndinni til að veita ráðgjöf um ýmis mál, þar á meðal mismunandi húsnæðisþarfir og eldvarnar og öryggismál.
  • Að viðbragðsteymi verði aðgengilegt eftilifendum alla tíma sólarhringsins.
  • Að Sir. Martin Moore-Bick verði látinn víkja sem formaður rannsóknarnefndarinnar.
  • Að allar peningagjafir verði settar í einn sjóð og að styrkir verði skrásettir
  • Staðfesting frá innanríkisráðherra innan 28 daga að þeir eftirlifendur sem ekki eru breskir ríkisborgarar hljóti fullan ríkisborgararétt
  • Að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknarinnar verði gerðar opinberar innan fjögurra mánaða.
Hópurinn hefur meðal annars lýst yfir áhyggjum í kjölfar ummæla Moore-Bick, sem fer fyrir rannsókninni, að áhersla verði lögð á upptök eldsins en ekki almenn atriði varðandi Grenfell turnin og umsjón félagslegs húsnæðis.

Peter Herbert, einn lögfræðinga hópsins, segir að rannsóknin verði að tryggja svör sem heiðri minningu þeirra sem misstu líf sitt í brunanum, sem og þeirra sem eftir lifa.


Tengdar fréttir

Fjöldi háhýsa standast ekki eldvarnarpróf

Þingmaður Verkamannaflokksins, John McDonnell, sagði í gær að íbúar Grenfell turnsins hefðu verið "myrt“ með ákvörðunum stjórnmálamanna á síðustu áratugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×