Erlent

Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Jean-Marie Le Pen, stofnandi frönsku Þjóðfylkingarinnar
Jean-Marie Le Pen, stofnandi frönsku Þjóðfylkingarinnar vísir/epa
Marine Le Pen ætti að segja af sér formennsku í frönsku Þjóðfylkingunni. Þetta sagði Jean-Marie Le Pen, stofnandi flokksins og faðir Marine, við blaðamenn í Frakklandi í gær.

„Þú ert ekki lengur gagnleg þegar þú skaðar flokkinn með stefnu þinni eða þrjósku,“ sagði hinn 89 ára Le Pen í gær.

Vísaði hann líka til svekkjandi úrslita í frönsku forseta- og þingkosningunum. Marine Le Pen tapaði í seinni umferð forsetakosninga fyrir Emmanuel Macron, fyrr á árinu.

Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni. Var Jean-Marie meðal annars meinað að sækja flokksþing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×