Viðskipti erlent

Bein útsending: Geimskot SpaceX

Stefán Ó. Jónson skrifar
Falcon 9-eldflaugin á Canaveral-höfða í mars.
Falcon 9-eldflaugin á Canaveral-höfða í mars. Spacex
SpaceX mun reyna að skjóta Falcon 9-eldflauginni á loft frá Vandenberg flugstöðinni í Kaliforníu í kvöld.

Gert er ráð fyrir því að geimskotið hefjist um klukkan 20:25 að íslenskum tíma. Takist ekki að skjóta flauginni á loft verður gerð önnur tilraun annað kvöld klukkan 20:19.

Markmið skotsins er að koma 10 gervihnöttum á sporbaug um jörðina fyrir fjarskiptafyrirtækið Iridium. Þetta er önnur ferðin sem SpaceX fer fyrir fyrirtækið en alls mun það flytja um 75 gervihnetti fyrir Iridium.

Beina útsendingu frá skotinu má sjá hér að neðan. Útsendingin hefst um fimmtán mínútum fyrir flugtak.


Tengdar fréttir

SpaceX tókst að endurnýta eldflaug

Tímamót voru mörkuð í sögu geimferða í kvöld þegar SpaceX tókst að endurnýta eldflaug til að skjóta gervitungli á loft frá Flórída. Endurnýtta eldflaugarþrepið lenti aftur heilu og höldnu á pramma í Atlantshafinu.

Sýna hvernig eldflaugar SpaceX snúa við

Einhverjum þykir eflaust orðið nokkuð eðlilegt að skjóta eldflaug út í geim og lenda henni svo aftur á jörðinni, en fyrirtækið SpaceX hefur ítrekað framkvæmt það á síðustu mánuðum og árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×