Guðmundur: Ekki talað við Wilbek síðan á ÓL Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júní 2017 08:15 Guðmundur var einn og yfirgefinn eftir vonbrigðin á HM í janúar. Í kjölfarið hætti hann með landsliðið. vísir/afp Guðmundur Guðmundsson er enn að gera upp tíma sinn í Danmörku en hann er í ítarlegu viðtali hjá DR í dag þar sem hann talar meðal annars um allt ruglið sem gekk á er Danir unnu gullið á ÓL í Ríó. Eftir að Guðmundur hafði leitt danska liðið að gullinu var lítið talað um árangurinn heldur meira um að Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari, hefði reynt að grafa undan Guðmundi á leikunum. Hegðun sem setti svartan blett á sögulegan árangur danska handboltalandsliðsins. Danskir fjölmiðlar fóru heldur ekki mjúkum höndum um Guðmund og voru allt of neikvæðir segir Guðmundur. „Það var byrjað að efast um mig fljótlega eftir leikana í stað þess að njóta árangursins og gleðjast. Það var ömurlegt og algjört kjaftæði. Það var hrikalegt að upplifa þetta,“ segir Guðmundur. „Þetta kom aðallega frá fjölmiðlum en ekki frá danska fólkinu sem var ótrúlega almennilegt við mig. Ég fékk engar þakkir eða virðingu frá handboltaelítunni í Danmörku.“ Guðmundur segist þó eðlilega vera mjög stoltur og ekki síst af þeim mörgu erfiðu ákvörðunum sem hann tók á leikunum á ögurstundu. Ákvarðanir sem leiddu til þess að Danir unnu gullið. Guðmundur vann náið með Wilbek er hann var landsliðsþjálfari. Wilbek réð hann til þess að taka við sér með landsliðið en fór svo að vinna gegn honum. „Ég hef ekki talað við hann né séð hann síðan við vorum á leið heim frá Ólympíuleikunum,“ segir Guðmundur en hvað myndi hann gera ef hann hitti Wilbek í dag? „Það vil ég ekki tjá mig um.“Uppfært klukkan 10:05Í fyrri útgáfu fréttarinnar var svar Guðmundar við síðustu spurningunni ranglega þýtt. Beðist er velvirðingar á því.Guðmundur fagnar ÓL-gullinu í Ríó.vísir/afp Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson er enn að gera upp tíma sinn í Danmörku en hann er í ítarlegu viðtali hjá DR í dag þar sem hann talar meðal annars um allt ruglið sem gekk á er Danir unnu gullið á ÓL í Ríó. Eftir að Guðmundur hafði leitt danska liðið að gullinu var lítið talað um árangurinn heldur meira um að Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari, hefði reynt að grafa undan Guðmundi á leikunum. Hegðun sem setti svartan blett á sögulegan árangur danska handboltalandsliðsins. Danskir fjölmiðlar fóru heldur ekki mjúkum höndum um Guðmund og voru allt of neikvæðir segir Guðmundur. „Það var byrjað að efast um mig fljótlega eftir leikana í stað þess að njóta árangursins og gleðjast. Það var ömurlegt og algjört kjaftæði. Það var hrikalegt að upplifa þetta,“ segir Guðmundur. „Þetta kom aðallega frá fjölmiðlum en ekki frá danska fólkinu sem var ótrúlega almennilegt við mig. Ég fékk engar þakkir eða virðingu frá handboltaelítunni í Danmörku.“ Guðmundur segist þó eðlilega vera mjög stoltur og ekki síst af þeim mörgu erfiðu ákvörðunum sem hann tók á leikunum á ögurstundu. Ákvarðanir sem leiddu til þess að Danir unnu gullið. Guðmundur vann náið með Wilbek er hann var landsliðsþjálfari. Wilbek réð hann til þess að taka við sér með landsliðið en fór svo að vinna gegn honum. „Ég hef ekki talað við hann né séð hann síðan við vorum á leið heim frá Ólympíuleikunum,“ segir Guðmundur en hvað myndi hann gera ef hann hitti Wilbek í dag? „Það vil ég ekki tjá mig um.“Uppfært klukkan 10:05Í fyrri útgáfu fréttarinnar var svar Guðmundar við síðustu spurningunni ranglega þýtt. Beðist er velvirðingar á því.Guðmundur fagnar ÓL-gullinu í Ríó.vísir/afp
Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27 Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03
Wilbek: Glaður að fara ekki á HM með Guðmundi Ulrik Wilbek, fyrrum þjálfari danska handboltalandsliðsins, segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann hætti sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 21. nóvember 2016 18:27
Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. 31. október 2016 10:00
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita