Þetta hús reis fyrir 40% af kostnaði í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2017 20:30 Eftir áratuga ördeyðu í íbúðabyggingum á Vestfjörðum er búið að reisa tvö raðhús á Tálknafirði og taka grunninn að öðrum tveimur. Byggingarkostnaður reyndist vera innan við 40 prósent af því sem er á Reykjavíkursvæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Indriða Indriðason, oddvita og sveitarstjóra Tálknafjarðar. Ný íbúðarhús í þorpum Vestfjarða undanfarinn áratug má líklegast telja á fingrum annarrar handar. Á Hólmavík reis raðhúsalengja fyrir fjórum árum og nú er þessi komin upp á Tálknafirði og búið að steypa sökklana að þeirri næstu. Það er ekki tilviljun að húsin rísi á Tálknafirði. Þar er vagga fiskeldisins á Vestfjörðum. „Það er kannski bara í takt við það sem er að gerast hér á þessu svæði. Það er aukin þörf eftir húsnæði og við sjáum ekkert annað en vænkandi hag hér,” segir Indriði. Það er sveitarfélagið sjálft sem stendur að húsbyggingunni í gegnum eigið fasteignafélag og það er orðið langt síðan síðast reis hér íbúðarhús. „Ég veit að það var hús reist hér í Tálknafirði fyrir einhverjum tólf árum síðan. En þar á undan held ég að menn séu að tala um tuttugu ára eyðimerkurgöngu.”Indriði Indriðason, oddviti og sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Stærðin er miðuð við að húsin geti hentað fjölskyldum. Hvor íbúð er um 130 fermetrar að stærð og með bílskúr. Þá er þetta fyrsta íbúðarhúsið í þorpinu á Tálknafirði sem kynnt er með heitu vatni. Og hér eru ekki íþyngjandi lóðagjöld sem setti byggingarkostnað niður í 280 þúsund krónur á fermetrann. „Ætli hann sé ekki 35 til 40 prósent af því sem hann er á höfuðborgarsvæðinu.” Fyrir vestan þykir mönnum skjóta skökku við að á meðan erlendir fjárfestar eru tilbúnir að hætta milljörðum króna í fiskeldisbyggingar gengur erfiðlega að fá lán til íbúðabygginga í íslenskum lánastofnunum. „Því miður er það bara þannig að trú manna á landsbyggðinni er ekki meiri en svo að lánastofnanir ganga ekki í takt við það sem er að gerast hér. Það er bara svoleiðis,” segir Indriði oddviti. Sýnt var beint frá Tálknafirði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum þegar Arnarlax fékk til landsins nýjan fóðurpramma. Hér má sjá útsendinguna. Tengdar fréttir Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Liðinu að sunnan skyldi mætt með heykvíslum Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. 14. júní 2017 13:15 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Fljúga til Bíldudals frá Norður-Noregi Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda reglulega á Bíldudalsflugvelli. 9. júní 2017 21:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Eftir áratuga ördeyðu í íbúðabyggingum á Vestfjörðum er búið að reisa tvö raðhús á Tálknafirði og taka grunninn að öðrum tveimur. Byggingarkostnaður reyndist vera innan við 40 prósent af því sem er á Reykjavíkursvæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Indriða Indriðason, oddvita og sveitarstjóra Tálknafjarðar. Ný íbúðarhús í þorpum Vestfjarða undanfarinn áratug má líklegast telja á fingrum annarrar handar. Á Hólmavík reis raðhúsalengja fyrir fjórum árum og nú er þessi komin upp á Tálknafirði og búið að steypa sökklana að þeirri næstu. Það er ekki tilviljun að húsin rísi á Tálknafirði. Þar er vagga fiskeldisins á Vestfjörðum. „Það er kannski bara í takt við það sem er að gerast hér á þessu svæði. Það er aukin þörf eftir húsnæði og við sjáum ekkert annað en vænkandi hag hér,” segir Indriði. Það er sveitarfélagið sjálft sem stendur að húsbyggingunni í gegnum eigið fasteignafélag og það er orðið langt síðan síðast reis hér íbúðarhús. „Ég veit að það var hús reist hér í Tálknafirði fyrir einhverjum tólf árum síðan. En þar á undan held ég að menn séu að tala um tuttugu ára eyðimerkurgöngu.”Indriði Indriðason, oddviti og sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Stærðin er miðuð við að húsin geti hentað fjölskyldum. Hvor íbúð er um 130 fermetrar að stærð og með bílskúr. Þá er þetta fyrsta íbúðarhúsið í þorpinu á Tálknafirði sem kynnt er með heitu vatni. Og hér eru ekki íþyngjandi lóðagjöld sem setti byggingarkostnað niður í 280 þúsund krónur á fermetrann. „Ætli hann sé ekki 35 til 40 prósent af því sem hann er á höfuðborgarsvæðinu.” Fyrir vestan þykir mönnum skjóta skökku við að á meðan erlendir fjárfestar eru tilbúnir að hætta milljörðum króna í fiskeldisbyggingar gengur erfiðlega að fá lán til íbúðabygginga í íslenskum lánastofnunum. „Því miður er það bara þannig að trú manna á landsbyggðinni er ekki meiri en svo að lánastofnanir ganga ekki í takt við það sem er að gerast hér. Það er bara svoleiðis,” segir Indriði oddviti. Sýnt var beint frá Tálknafirði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum þegar Arnarlax fékk til landsins nýjan fóðurpramma. Hér má sjá útsendinguna.
Tengdar fréttir Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Liðinu að sunnan skyldi mætt með heykvíslum Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. 14. júní 2017 13:15 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Fljúga til Bíldudals frá Norður-Noregi Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda reglulega á Bíldudalsflugvelli. 9. júní 2017 21:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00
Liðinu að sunnan skyldi mætt með heykvíslum Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. 14. júní 2017 13:15
Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30
Fljúga til Bíldudals frá Norður-Noregi Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda reglulega á Bíldudalsflugvelli. 9. júní 2017 21:00