Viðskipti innlent

Myrkur skall á í Costco

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fólk þurfti að athafna sig í myrkri í Kauptúni í dag.
Fólk þurfti að athafna sig í myrkri í Kauptúni í dag. Vísir/Eyþór
Stríður straumur fólks hefur verið inn í verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ en þar keppist fólk við að ganga frá aðildum sínum áður en verslunin opnar á morgun.

Þegar ljósmyndara fréttastofunnar bar að garði hafði rafmagnið farið af hluta verslunarinnar þannig að starfsmenn og áskrifendur þurftu um stund að athafna sig í myrkri.

Það kom þó ekki að sök og voru ljósin kveikt skömmu síðar. Eins og fram hefur komið er opnunar Costco beðið með mikilli eftirvæntingu og hafa nú þegar um 35 þúsund Íslendingar gerst meðlimir verslunarinnar. „Þetta er stærsta opnunin hjá okkur hvað varðar fjölda nýrra félaga. Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993,“ sagði svæðisstjóri Costco í samtali við fréttastofu í gærkvöldi.

Costco mun opna dyrnar klukkan 09:00 í fyrramálið og mun Vísir verða með beina útsendingu frá herlegheitunum en búist er við þúsundum áskrifenda - eins og tilkoma björungarsveitagæslu ber með sér.

Útsending Vísis hefst klukkan 08:30 í fyrramálið.

Röðin hefur náð út á bílaplan í nær allan dag.Vísir/eyþór

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×