Enski boltinn

Gylfi betri en Özil, Pogba, Silva og Coutinho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi kom með beinum hætti að meira en helmingi marka Swansea í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Gylfi kom með beinum hætti að meira en helmingi marka Swansea í ensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson var fimmti besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili að mati sérfræðings The Telegraph.

Á vefsíðu The Telegraph í dag birtist listi JJ Bull yfir 20 bestu miðjumenn ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Bull setur Gylfa í 5. sætið. Hann segir að Swansea City geti þakkað honum að liðið spili áfram í ensku úrvalsdeildinni; Gylfi hafi dregið frekar slakt lið yfir línuna.

Bull segir að Gylfi sé sá besti í ensku úrvalsdeildinni í að taka aukaspyrnur og að Swansea eigi að borga honum það sem hann vill til að halda honum hjá félaginu. Annars munu önnur félög gera það.

Gylfi er ofar á lista en ekki ómerkari leikmenn en Mesut Özil, Paul Pogba, Cesc Fábregas, David Silva og Philippe Coutinho.

N'Golo Kanté, leikmaður Chelsea, trónir á toppi listans. Tottenham-mennirnir Christian Eriksen og Dele Alli eru í 2. og 3. sæti og Kevin De Bruyne hjá Manchester City í því fjórða.

De Bruyne og Eriksen voru einu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem lögðu upp fleiri mörk en Gylfi á síðasta tímabili.

Gylfi gaf 13 stoðsendingar í vetur og skoraði auk þess níu mörk. Hann kom með beinum hætti að rúmlega helmingi marka Swansea í ensku úrvalsdeildinni.

Bestu miðjumenn ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2016-17 að mati The Telegraph:

1. N'Golo Kanté (Chelsea)

2. Christian Eriksen (Tottenham)

3. Dele Alli (Tottenham)

4. Kevin De Bruyne (Man City)

5. Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea)

6. Philippe Coutinho (Liverpool)

7. Mousa Dembélé (Tottenham)

8. David Silva (Man City)

9. Ander Herrera (Man Utd)

10. Adam Lallana (Liverpool)

11. Cesc Fábregas (Chelsea)

12. Victor Wanyama (Tottenham)

13. Jordan Henderson (Liverpool)

14. Wilfried Zaha (Crystal Palace)

15. Paul Pogba (Man Utd)

16. Eric Dier (Tottenham)

17. Nemanja Matic (Chelsea)

18. Mesut Özil (Arsenal)

19. Idrissa Gueye (Everton)

20. Fernandinho (Man City)


Tengdar fréttir

Gylfi til í að vera áfram hjá Swansea

Þó svo fjöldi liða sé að bera víurnar í Gylfa Þór Sigurðsson þá segist okkar maður alveg vera sáttur við að vera áfram hjá Swansea.

Eigandi Swansea: Gylfi er ekki til sölu

Aðaleigandi Swansea, Steve Kaplan, hefur brugðist við fréttum um að félagið hafi ákveðið að selja Gylfa Þór Sigurðsson til Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×