Enski boltinn

Sjáðu þrumufleyg Gylfa á Old Trafford

Eíríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þriðja árið í röð í útileik gegn Manchester United þegar hann tryggði Swansea 1-1 jafntefli með þrumufleyg, beint úr aukapspyrnu.

Swansea er enn í fallsæti en heldur í vonina um að bjarga sæti sínu í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Swansea er í átjánda sæti með 32 stig, tveimur á eftir Hull.

Manchester United mátti ekki við að tapa stigunum í baráttunni um Meistaradeildarsæti en það var bót í máli að Manchester City gerði 2-2 jafntefli við Middlesbrough í gær. Bæði Manchester-liðin, sem og Liverpool, eru með 66 stig í 3.-5. sæti eftir 34 leiki. Liverpool mætir Watford í kvöld.

Bæði topplið deildarinnar unnu sína leiki í gær - Chelsea hafði betur gegn Everotn á útivelli, 3-0, og Tottenham vann erkifjendur sína í Arsenal í síðasta slag liðanna á White Hart Lane, 2-0. Mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir neðan.

Tottenham 2 - 0 Arsenal
Manchester Utd 1 - 1 Swansea
Middlesbrough 2 - 2 Manchester City
Everton 0 - 3 Chelsea

Tengdar fréttir

Skorandi miðvörðurinn

Gary Cahill átti skínandi góðan leik þegar Chelsea bar sigurorð af Everton, 0-3, á Goodison Park í gær. Chelsea er því áfram með fjögurra stiga forskot á Tottenham á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Árlegt hjá Gylfa á Old Trafford

Aukaspyrnumark Gylfa Þórs Sigurðssonar tryggði Swansea City stig gegn Manchester United á Old Trafford. Hann hefur nú skorað á þessum velli þrjú ár í röð. Stigið sem Gylfi tryggði gæti reynst Svönunum dýrmætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×