Körfubolti

Hefur spilað tvo oddaleiki um titilinn og unnið þá með samtals 75 stigum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Þorvaldsson fagnar sigri í leikslok.
Sigurður Þorvaldsson fagnar sigri í leikslok. Vísir/Andri Marinó
KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi með 39 stiga sigur á Grindavík í hreinum úrslitaleik um titilinn.

Einn leikmaður í KR-liðinu þekkir það orðið vel að koma í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn og hreinlega rúlla yfir mótherjana.

KR-ingurinn Sigurður Þorvaldsson átti fínan leik með KR í gær en hann var einnig með Snæfellsliðinu í stórsigri á Keflavík í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn árið 2010.

Sigurður var með 9 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar á 27 mínútum í sigri Snæfells fyrir sjö árum en í gærkvöldi skoraði hann 11 stig og tók 4 fráköst á 19 mínútum.

Sigurður hefur nú spilað tvo hreina úrslitaleiki um Íslandsmeistaratitilinn og lið hans hafa unnið þá báða með samtals 75 stigum. Þetta eru jafnframt tveir langstærstu sigrar liða í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn síðan úrslitakeppnin var tekin upp vorið 1984.

Snæfell vann Keflavík með 36 stiga mun árið 2010, 105-69, eftir að hafa unnið fyrsta leikhlutann 37-19 og verið 26 stigum yfir í hálfleik, 56-30.

KR vann 95-56 sigur í gær eftir að hafa verið níu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 19-10, og unnið síðan annan leikhlutann 30-8. KR var 31 stigi yfir í hálfleik, 49-18.

Stærsti sigur í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla:

39 stig KR 2017 (95-56 sigur á Grindavík)

36 stig Snæfell 2010 (105-69 sigur á Keflavík)

17 stig Keflavík 1989 (89-72 sigur á KR)

9 stig Keflavík 1992 (77-68 sigur á Val)

9 stig Njarðvík 1991 (84-75 sigur á Keflavík)


Tengdar fréttir

Jón Arnór: Enduðum mótið í fimmta gír

"Við höfum verið að sjá þetta fyrir okkur undanfarna daga, sjá fyrir okkur að við séum að halda á bikarnum,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld.

Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga

KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Karnival í KR-heimilinu

KR-ingar buðu upp á sýningu í oddaleik liðsins gegn Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og pökkuðu Grindvíkingum saman. Leiknum var lokið í hálfleik er KR var með 31 stigs forskot. Ótrúleg

Jóhann: Við skitum á okkur

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var í hálfgerðu losti eftir skellinn gegn KR í kvöld. Gríðarlega svekkjandi endir á mögnuðu tímabili hjá hans liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×