Erlent

Ný sönnunargögn koma fram vegna MH370

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá leitinni að MH370.
Frá leitinni að MH370. vísir/getty
Ný sönnunargögn benda til þess að  flugvél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines, sem hvarf í mars 2014 með 239 manns um borð, sé norðan við þann stað þar sem mest hefur verið leitað á í Suður-Indlandshafi. Þetta er niðurstaða ástralskra vísindamanna en leit ástralskra, malasískra og kínverskra yfirvalda var hætt í janúar síðastliðnum.

Niðurstaðan styður í raun við skýrslu sem kom út í desember í fyrra þar sem greint var frá því hvar talið sé að flugvélin hafi farið niður. Vísindamennirnir nú notuðu raunverulega vængparta úr Boeing 777-vél til að gera prófanir en áður höfðu eftirlíkingar verið notaðar.

Samgönguráðherra Ástralíu, Darren Chester, sagði í desember að niðurstöðurnar gæfu ekki tilefni til þess að setja meiri kraft í leitina og hann hefur ítrekað þá skoðun sína nú eftir að niðurstöðurnar úr nýju rannsókninni voru kynntar. Hann sagði þó að skýrslan hefði verið send til malasískra yfirvalda sem sé aðalrannsakandinn í málinu.


Tengdar fréttir

Leitinni að MH370 hætt

Neðansjávarleit að braki farþegavélarinnar MH370 hefur nú formlega verið hætt eftir nærri þriggja ára árangurslausa leit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×