Jón Valur sýknaður: „Ætla ekki að láta þagga neitt niður í mér“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2017 11:44 "Ég hef ekkert gert þessum samtökum. Þetta er bara réttlátur úrskurður og sigur tjáningarfrelsis í landinu," segir Jón Valur. vísir/hari Jón Valur Jensson guðfræðingur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sýknaður af ákæru um hatursorðræðu. Hann var ákærður vegna þriggja færslna á bloggsvæði hans sem sagðar voru innihalda háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.Sigur tjáningarfrelsis Jón Valur segist fagna þessari niðurstöðu enda sé þetta sigur tjáningarfrelsis í landinu. „Þessi niðurstaða kom ekki á óvart. Það var eiginlega ljóst eftir því sem leið á þinghaldið að þetta var afskaplega ótrúverðugur málatilbúnaður af hálfu saksóknarans. Hann starfaði eiginlega bara út frá því sem lögreglufulltrúi meintrar hatursorðræðu lagði honum í hendur,“ segir Jón Valur. Samtökin 78 lögðu fram kæru á hendur Jóni Val og sjö öðrum í apríl í fyrra. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærði þá í framhaldinu. Færslur Jóns Vals sneru allar að kynhneigð og voru skrifaðar eftir hinsegin fræðslu samtakanna í grunnskólum Hafnarfjarðar. „Það má segja að saksóknarinn hafi bara tekið þessa kæru Samtakanna 78 og gert hana í heild að sinni. Þetta var bara illa undirbúið og kannski kært út frá því að þarna var nýtt fólk og óreynt í stjórn og að láta ungan lögfræðing, konu, etja sér út í það að fara í málshöfðun gegn mér og Pétri Gunnlaugssyni og fleiri mönnum, ég held bara út frá reynsluleysi,“ segir Jón Valur. „Ég hef ekkert gert þessum samtökum. Þetta er bara réttlátur úrskurður og sigur tjáningarfrelsis í landinu.“„Ekki verjandi að reyna að hefta málfrelsi“ Líkt og Jón Valur bendir á sætti Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, einnig ákæru vegna hatursorðræðu. Pétur var sýknaður af ákærunni fyrr í þessum mánuði, en Pétur var jafnframt verjandi Jóns í málinu. Jón Valur segir þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi tjáningarfrelsisins en að skömm sé að því að skattfé borgara sé eytt í mál sem þessi. „Ég var saklaus kallaður fyrir dóm í þessu máli. Nafn mitt hefur verið hreinsað af ljótri hatursákæru. Það er ekki verjandi að reyna að hefta málfrelsi manna með slíkum aðferðum,“ segir hann. „Ég hef mitt tjáningarfrelsi og hyggst nota það áfram. Þó ég hafi stundum sagt ráðamönnum landsins til syndanna í sambandi við Icesave-mál, ESB-mál og í sambandi við það hvernig brotið er gegn kristnum hagsmunum og siðferði í landinu varðandi ófædd börn og margt annað. Ég ætla ekki að láta þagga neitt niður í mér. Þessi dómur gengur ekki út á það að verið sé að þagga niður í mönnum heldur þvert á móti verið að minna á það, eins og kemur fram í dómsorðinu, að tjáningarfrelsi er mjög mikilvægt í landinu.“ Tengdar fréttir Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43 Ósáttir við mætinguna: Mótmæltu ákærunum gegn Jóni Val og Pétri sem ver Jón Val "Hann kannaðist við mig og hellti sér yfir mig,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður sem var á Lækjartorgi í morgun. 2. desember 2016 10:41 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Jón Valur Jensson guðfræðingur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sýknaður af ákæru um hatursorðræðu. Hann var ákærður vegna þriggja færslna á bloggsvæði hans sem sagðar voru innihalda háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.Sigur tjáningarfrelsis Jón Valur segist fagna þessari niðurstöðu enda sé þetta sigur tjáningarfrelsis í landinu. „Þessi niðurstaða kom ekki á óvart. Það var eiginlega ljóst eftir því sem leið á þinghaldið að þetta var afskaplega ótrúverðugur málatilbúnaður af hálfu saksóknarans. Hann starfaði eiginlega bara út frá því sem lögreglufulltrúi meintrar hatursorðræðu lagði honum í hendur,“ segir Jón Valur. Samtökin 78 lögðu fram kæru á hendur Jóni Val og sjö öðrum í apríl í fyrra. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærði þá í framhaldinu. Færslur Jóns Vals sneru allar að kynhneigð og voru skrifaðar eftir hinsegin fræðslu samtakanna í grunnskólum Hafnarfjarðar. „Það má segja að saksóknarinn hafi bara tekið þessa kæru Samtakanna 78 og gert hana í heild að sinni. Þetta var bara illa undirbúið og kannski kært út frá því að þarna var nýtt fólk og óreynt í stjórn og að láta ungan lögfræðing, konu, etja sér út í það að fara í málshöfðun gegn mér og Pétri Gunnlaugssyni og fleiri mönnum, ég held bara út frá reynsluleysi,“ segir Jón Valur. „Ég hef ekkert gert þessum samtökum. Þetta er bara réttlátur úrskurður og sigur tjáningarfrelsis í landinu.“„Ekki verjandi að reyna að hefta málfrelsi“ Líkt og Jón Valur bendir á sætti Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, einnig ákæru vegna hatursorðræðu. Pétur var sýknaður af ákærunni fyrr í þessum mánuði, en Pétur var jafnframt verjandi Jóns í málinu. Jón Valur segir þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi tjáningarfrelsisins en að skömm sé að því að skattfé borgara sé eytt í mál sem þessi. „Ég var saklaus kallaður fyrir dóm í þessu máli. Nafn mitt hefur verið hreinsað af ljótri hatursákæru. Það er ekki verjandi að reyna að hefta málfrelsi manna með slíkum aðferðum,“ segir hann. „Ég hef mitt tjáningarfrelsi og hyggst nota það áfram. Þó ég hafi stundum sagt ráðamönnum landsins til syndanna í sambandi við Icesave-mál, ESB-mál og í sambandi við það hvernig brotið er gegn kristnum hagsmunum og siðferði í landinu varðandi ófædd börn og margt annað. Ég ætla ekki að láta þagga neitt niður í mér. Þessi dómur gengur ekki út á það að verið sé að þagga niður í mönnum heldur þvert á móti verið að minna á það, eins og kemur fram í dómsorðinu, að tjáningarfrelsi er mjög mikilvægt í landinu.“
Tengdar fréttir Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43 Ósáttir við mætinguna: Mótmæltu ákærunum gegn Jóni Val og Pétri sem ver Jón Val "Hann kannaðist við mig og hellti sér yfir mig,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður sem var á Lækjartorgi í morgun. 2. desember 2016 10:41 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22
Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41
Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43
Ósáttir við mætinguna: Mótmæltu ákærunum gegn Jóni Val og Pétri sem ver Jón Val "Hann kannaðist við mig og hellti sér yfir mig,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður sem var á Lækjartorgi í morgun. 2. desember 2016 10:41