Erlent

Þrír mótmælendur létu lífið í Venesúela

Atli Ísleifsson skrifar
Venesúela hefur á undanförnum árum gengið í gegnum gífurleg efnahagsvandræði með verðlækkun olíu og ríkir mikill vöruskortur í landinu.
Venesúela hefur á undanförnum árum gengið í gegnum gífurleg efnahagsvandræði með verðlækkun olíu og ríkir mikill vöruskortur í landinu. Vísir/AFP
Minnst þrír eru látnir og fleiri alvarlega slasaðir eftir óeirðir í Venesúela í gærkvöldi, en andstæðingar ríkistjórnarinnar þar í landi hafa mótmælt á götum úti undanfarinn mánuð.

Ítrekað hafa komið upp átök milli stuðningsmanna Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og mótmælenda þar sem Maduro hefur kallað mótmælendur glæpamenn og hryðjuverkamenn og öryggissveitir beitt vatnsfallbyssum og táragasi.

Venesúela hefur á undanförnum árum gengið í gegnum gífurleg efnahagsvandræði með verðlækkun olíu og ríkir mikill skortur í landinu. Óðaverðbólga hefur gert gjaldmiðil landsins nánast verðlausan.

Alls hafa 24 látið lífið í mótmælum síðustu vikna.


Tengdar fréttir

Vilja meiri mótmæli

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvöttu í gær til áframhaldandi mótmæla. Á miðvikudag mótmæltu þúsundir á götum höfuðborgarinnar Caracas. Kölluðu aðgerðasinnar mótmælin "móður allra mótmæla“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×