Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðir sagðir krefja Kaupþing um bætur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Arion banki.
Arion banki. vísir/eyþór
Lífeyrissjóðir sem voru í viðræðum við Kaupþing um kaup á hlut í Arion banka hafa krafist bóta vegna þess að ekki varð af kaupum þeirra á bankanum.

Þetta kemur fram í viðskiptablaði Morgunblaðsins. Þar segir að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna telji að sjóðirnir hafi orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni, beinu sem og óbeinu, þar sem ekki varð af kaupunum.

Eru þeir sagðir óánægðir með að Kauþing hafi haldið áfram viðræðum við lífeyrissjóðina eftir að skrifað var undir drög að kaupsamningi við þá erlendu vogunarsjóði sem keyptu um 30 prósenta hlut í bankanum á dögunum.

Sjóðirnir telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna útlagðs kostnaðar vegna ráðgjafaþjónustu Icora Partners og Þórarins V. Þórarinsonar en einnig vegna þess að margir sjóðanna hafi hafið undirbúning að því að losa fé til þess að geta greitt kaupverð með skömmum fyrirvara.

Þá kemur einnig fram að vilji sé meðal stjórnenda Kaupþings til þess að koma til móts við sjóðina.


Tengdar fréttir

Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka

Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×