Innlent

Karlmaður grunaður um kynferðisbrot gagnvart þremur konum áfram í gæsluvarðhaldi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hæstiréttur.
Hæstiréttur. Vísir/GVA
Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátið á hóteli á Suðurlandi var fyrir helgi dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. maí næstkomandi.

Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald 17. febrúar síðastliðinn. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald á miðvikudaginn og staðfesti Hæstiréttur úrskurðinn sama dag.

Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þriðju konunni.

Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherbergi þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér

Við yfirheyrslur kannaðist maðurinn við að hafa farið inn á bæði herbergin sem um ræðir og haft samræði við konurnar sem þar voru. Taldi hann að samræðið væri með samþykki kvennanna en þegar þær hafi sagt honum að hætta hafi hann strax hætt.

Komið hefur fram að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×