Innlent

Bein útsending: Blaðamannafundur um húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Stefán
Vísir sýnir beint frá blaðamannafundi sem boðað hefur verið til í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag vegna húsnæðisáætlunar Reykjavíkurborgar sem verður til umræðu á borgarstjórnarfundi klukkan 14 í dag.

Blaðamannafundurinn hefst klukkan 13:30 þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mun kynna húsnæðisáætlunina og svara spurningum fjölmiðla.

Mikið hefur verið rætt um húsnæðisvandann sem ríkir nú í Reykjavík en skortur er á húsnæði auk þess sem húsnæðisverð er mjög hátt. Má gera ráð fyrir því húsnæðisáætlunin sé liður í því að vinna á þessum vanda.

Fylgjast má með blaðamannafundinum í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum

Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum

Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að „gyrða sig í brók“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×