Viðskipti erlent

Spacex skaut upp eldflaug vandkvæðalaust

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Eldflaugin lenti svo nokkrum mínútum síðar.
Eldflaugin lenti svo nokkrum mínútum síðar. Vísir/Skjáskot

Geimkönnunarfyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, tókst í dag að skjóta upp mannlausri eldflaug, sem bar hylki sem hefur að geyma birgðir fyrir alþjóðlegu geimstöðina. Fyrirtækið hafði áður þurft að fresta geimskotinu sem átti að fara fram á laugardag, eftir tæknileg vandræði. BBC greinir frá.

Flauginni var skotið upp af Kennedy geimskotpallinum í Flórída og náði eldflaugin að lenda níu mínútum eftir flugtak. Er það hluti af nýrri tækni sem fyrirtækið nýtir sér svo hægt sé að nýta eldflaugarnar oftar en einu sinni.

Fyrirtækið hafði áður lent í vandræðum í september, þegar sambærileg mannlaus eldflaug á vegum fyrirtækisins sprakk í loft upp við flugtak.

Búist er við að að hylkið muni berast alþjóðageimstöðinni á miðvikudag. Starfsemi fyrirtækisins fer stöðugt vaxandi en eigandi þess, Elon Musk, hefur áður lýst því yfir að fyrirtækið eigi að vera leiðandi af þegar kemur að því að gera mannkyninu kleyft að setjast að á öðrum plánetum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,62
33
480.279
HAGA
3,75
19
363.669
N1
2,89
8
227.432
SKEL
2,77
14
197.073
SIMINN
1,92
15
470.088

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,22
6
18.083
VIS
-0,25
2
19.319