Erlent

Sjáðu þegar SpaceX-eldflaugin sprakk í loft upp

Birgir Olgeirsson skrifar
Til stóð að skjóta eldflauginni á loft á laugardaginn og átti hún að bera samskiptagervihnött á sporbraut um jörðina.
Til stóð að skjóta eldflauginni á loft á laugardaginn og átti hún að bera samskiptagervihnött á sporbraut um jörðina.
Falcon 9, mannlaus eldflaug SpaceX-fyrirtækisins, sprakk í loft upp á öðrum tímanum í dag þegar verið var að prófa hreyfla hennar. Hér má sjá myndband af því þegar eldflaugin sprakk á skotpallinum á Canaveralhöfða í Flórída.

Til stóð að skjóta eldflauginni á loft á laugardaginn og átti hún að bera samskiptagervihnött á sporbraut um jörðina.

Talið er að um sé að ræða eldflaug sem fyrirtækinu hafði tekist að skjóta út í geim áður og lent henni aftur á jörðinni þann 8. apríl á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×