Erlent

Ráðgjafi Trump auglýsti fatalínu Ivönku í sjónvarpsviðtali

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kellyanne Conway.
Kellyanne Conway. vísir/getty
Kellyanne Conway, ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, notaði tækifærið í sjónvarpsviðtali við Fox News í dag og auglýsti fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, en verslunin Nordstrom tók línuna úr sölu á dögunum.

Conway ræddi við Fox frá Hvíta húsinu og sagði að neytendur ættu að fara út og kaupa fötin hennar Ivönku.

„Þetta er frábær lína. Ég á nokkrar flíkur úr henni og ég ætla bara að gefa ykkur fría auglýsingu hérna: Farið og kaupið þetta í dag, allir. Þið getið fundið vörurnar á netinu,“ sagði Conway.

Margir hafa sett spurningamerki við þessi orð Conway enda er opinberum starfsmönnum í Bandaríkjunum bannað með lögum að nota stöðu sína til þess að auglýsa hvers kyns vöru eða þjónustu.

Þannig hafa Demókratar kallað eftir því að þessi hegðun Conway verði rannsökuð en Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag, spurður út í málið, að Conway hefði fengið ráðgjöf í kjölfar viðtalsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×