Erlent

John Hurt er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
John Hurt.
John Hurt. Vísir/EPA
Leikarinn John Hurt lést í nótt, en hann var 77 ára gamall. Hann hafði verið að berjast við krabbamein frá árinu 2015. Hinn margverlaunaði leikari er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í Elephant Man, Harry Potter og tugum annarra kvikmynda, þáttaraða og leikrita en ferill hans spannaði hátt í sex áratugi.

Eflaust eru þó margir sem muna eftir honum sem fyrsta manninum sem dó í Alien seríunni.

Hurt hélt áfram að leika og síðasta mynd hans var Jackie sem fjallar um eiginkonu John F. Kennedy. Undir lok ársins 2015 var talið að hann hefði verið læknaður, en hann neyddist til að hætta í leikritinu The Entertainer í fyrra vegna veikinda sinna.

Þá var Hurt sleginn til riddara af Elísabetu drottningu í fyrra fyrir feril sinn í leiklist. Hann var tvisvar sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna, fyrir Elephant Man og svo fyrir Midnight Express. Þar að auki hefur hann unnið til Bafta og Golden Globe verðlauna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×