Erlent

Eldflaug SpaceX sprakk í loft upp

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldflaug að gerðinni Falcon 9 við lendingu.
Eldflaug að gerðinni Falcon 9 við lendingu. Vísir/GEtty
Flacon 9 eldflaug fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft á öðrum tímanum í dag. Flauginn hafði verið komið fyrir við skotpall á Canaveralhöfða í Flórída og var verið að prófa hreyfla hennar þegar sprengingin varð.

SpaceX segir að engan hafi sakað í sprenginunum. Þá hafi farmur flaugarinnar farist í sprenginunni.

Talið er að um sé að ræða eldflaug sem fyrirtækinu hafði tekist að skjóta út í geim áður og lent henni aftur á jörðinni þann 8. apríl á þessu ári

Til stóð að skjóta eldflauginni á loft á laugardaginn og átti hún að bera samskiptagervihnött á sprobraut um jörðina.

Markmið SpaceX er að draga verulega úr kostnaði við geimskot með því að endurnýta eldflaugar.

Sprengingin er sögð hafa fundist greinilega í byggingum í töluverðri fjarlægð frá skotpallinum. Þá fylgdu nokkrar smærri sprengingar og er mikill reykur á svæðinu.

Á myndbandi hér að neðan má heyra sprengingar og sjá hve mikill reykurinn er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×