Kári og Jón Axel báðir valdir í úrvalslið mótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 23:13 Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson voru báðir valdir í fimm manna úrvalslið B-deildar Evrópukeppni tuttugu ára landsliða sem lauk í Grikklandi í kvöld. Íslenska landsliðið varð að sætta sig við silfrið eftir ótrúlegan úrslitaleik við Svartfjallaland þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. Íslenska liðið vann sig til baka inn í leikinn og fékk síðan tækifæri til að tryggja sér sigur eða aðra framlengingu. Silfrið breytir ekki því að Ísland er komið í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn í sögu tuttugu ára landsliðsins. Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson voru báðir meðal fjögurra stigahæstu leikmanna mótsins. Það er mikill heiður fyrir þá að vera valdi í úrvalsliðið. Þeir eru í úrvalsliðinu ásamt leikmanni frá Svartfjallalandi, Grikklandi og Króatíu. Ísland átti því flesta leikmenn í úrvalsliðinu. Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var með 16,9 stig, 8,4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 23 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar í úrslitaleiknum. Haukamaðurinn Kári Jónsson var með 17,1 stig, 4,7 fráköst, 3,6 stoðsendingar og 2,9 stolna bolta að meðaltali í leik. Hann var með 14 stig, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta í úrslitaleiknum. Kári skoraði 29 stig í sigrinum á Grikklandi í undanúrslitunum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Árangur íslensku strákanna hefur vakið mikla athygli í Evrópu Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta var ótrúlega nálægt því að vinna gull í B-deild Evrópukeppninnar í kvöld. 24. júlí 2016 20:43 Svekkjandi tap en mögnuð frammistaða Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta lék í kvöld til úrslita í B-deild Evrópukeppni U-20 karla í körfubolta og mætti liðið Svartfjallalandi. Ísland tapaði leiknum 78-76 eftir framlengdan leik. 24. júlí 2016 14:33 Svona líður manni þegar maður vinnur Grikki og kemur Íslandi í úrslit | Myndir Strákarnir í tuttugu ára landsliðinu fögnuðu gríðarlega í gærkvöldi þegar liðið hafði tryggt sér sæti í úrslitaleiknum B-deild EM 20 ára liða og þar með sæti í A-deildinni á næsta ári. 24. júlí 2016 10:45 Litla Ísland er búið að loka Evrópuhringnum í körfuboltanum Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins 2017 með sigri á Grikklandi í undanúrslitum B-deildar EM 20 ára liða. 24. júlí 2016 12:00 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson voru báðir valdir í fimm manna úrvalslið B-deildar Evrópukeppni tuttugu ára landsliða sem lauk í Grikklandi í kvöld. Íslenska landsliðið varð að sætta sig við silfrið eftir ótrúlegan úrslitaleik við Svartfjallaland þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. Íslenska liðið vann sig til baka inn í leikinn og fékk síðan tækifæri til að tryggja sér sigur eða aðra framlengingu. Silfrið breytir ekki því að Ísland er komið í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn í sögu tuttugu ára landsliðsins. Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson voru báðir meðal fjögurra stigahæstu leikmanna mótsins. Það er mikill heiður fyrir þá að vera valdi í úrvalsliðið. Þeir eru í úrvalsliðinu ásamt leikmanni frá Svartfjallalandi, Grikklandi og Króatíu. Ísland átti því flesta leikmenn í úrvalsliðinu. Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var með 16,9 stig, 8,4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 23 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar í úrslitaleiknum. Haukamaðurinn Kári Jónsson var með 17,1 stig, 4,7 fráköst, 3,6 stoðsendingar og 2,9 stolna bolta að meðaltali í leik. Hann var með 14 stig, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta í úrslitaleiknum. Kári skoraði 29 stig í sigrinum á Grikklandi í undanúrslitunum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Árangur íslensku strákanna hefur vakið mikla athygli í Evrópu Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta var ótrúlega nálægt því að vinna gull í B-deild Evrópukeppninnar í kvöld. 24. júlí 2016 20:43 Svekkjandi tap en mögnuð frammistaða Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta lék í kvöld til úrslita í B-deild Evrópukeppni U-20 karla í körfubolta og mætti liðið Svartfjallalandi. Ísland tapaði leiknum 78-76 eftir framlengdan leik. 24. júlí 2016 14:33 Svona líður manni þegar maður vinnur Grikki og kemur Íslandi í úrslit | Myndir Strákarnir í tuttugu ára landsliðinu fögnuðu gríðarlega í gærkvöldi þegar liðið hafði tryggt sér sæti í úrslitaleiknum B-deild EM 20 ára liða og þar með sæti í A-deildinni á næsta ári. 24. júlí 2016 10:45 Litla Ísland er búið að loka Evrópuhringnum í körfuboltanum Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins 2017 með sigri á Grikklandi í undanúrslitum B-deildar EM 20 ára liða. 24. júlí 2016 12:00 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Árangur íslensku strákanna hefur vakið mikla athygli í Evrópu Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta var ótrúlega nálægt því að vinna gull í B-deild Evrópukeppninnar í kvöld. 24. júlí 2016 20:43
Svekkjandi tap en mögnuð frammistaða Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta lék í kvöld til úrslita í B-deild Evrópukeppni U-20 karla í körfubolta og mætti liðið Svartfjallalandi. Ísland tapaði leiknum 78-76 eftir framlengdan leik. 24. júlí 2016 14:33
Svona líður manni þegar maður vinnur Grikki og kemur Íslandi í úrslit | Myndir Strákarnir í tuttugu ára landsliðinu fögnuðu gríðarlega í gærkvöldi þegar liðið hafði tryggt sér sæti í úrslitaleiknum B-deild EM 20 ára liða og þar með sæti í A-deildinni á næsta ári. 24. júlí 2016 10:45
Litla Ísland er búið að loka Evrópuhringnum í körfuboltanum Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins 2017 með sigri á Grikklandi í undanúrslitum B-deildar EM 20 ára liða. 24. júlí 2016 12:00