Viðskipti innlent

Sex einstaklingar vilja 113 milljónir vegna Vodafone lekans

Sæunn Gísladóttir skrifar
Aðalmeðferð málanna verður á öðrum ársfjórðungi 2016.
Aðalmeðferð málanna verður á öðrum ársfjórðungi 2016. vísir/daníel
Sex einstaklingar stefndu á síðasta ári Fjarskipti hf. (móðurfélag Vodafone) fyrir 113 milljónir króna auk vaxta og málskostnaðar vegna tölvulekans árið 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi Vodafone.

Einstaklingarnar telja sig hafa orðið fyrir tjóna vegna innbrotsþjófnaðar erlends töluvhakkara á heimasíðu Vodafone í nóvember 2013 og í kjölfarið dreifingu þjófsins og annarra á hinum stolnu gögnum.

Aðalmeðferð málanna verður á öðrum ársfjórðungi 2016. Fram kemur í ársreikningi að komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að Fjarskipti hf. sé bótaskylt vegna innbrotsins, sé það mat félagsins að fjárhæðir í þeim málum sem um teflir hafi óveruleg áhrif á rekstur og efnahag félagins og engin skuldbinding verið færð.


Tengdar fréttir

Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga

Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×