Viðskipti innlent

Magnús og Ragnheiður eiga að skipta búinu jafnt á milli sín

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnús Scheving.
Magnús Scheving. Vísir/GVA
Magnús Scheving og Ragnheiður Pétursdóttir Melsted eiga að skipta jafnt á milli sín búi sínu. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn þess efnis í gær og staðfesti þannig sömu niðurstöðu úr héraði í nóvember. Virði búsins mun nema hundruðum milljóna króna.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að sambúð þeirra hafi staðið í um 24 ár og nánast allar eignir þeirra hafi orðið til á sambúðartímanum með framlagi þeirra beggja. Latibær varð til á þessum tíma og var fyrirtækið selt Turner, sem er hluti af Time Warner samsteypunni, árið 2011. Söluverðið var 2,7 milljarðar króna.

Öðrum kröfum Magnúsar og Ragnheiðar var vísað frá dómi en við skiptingu búsins er miðað við 8. júlí 2013. Dóm Hæstaréttar má lesa hér.


Tengdar fréttir

Turner hefur sett 4,5 milljarða í Latabæ

Tökur á fjórðu þáttaröð Latabæjar eru nýhafnar í Garðabæ. Þrettán þættir verða teknir upp og að sögn Hallgríms Kristinssonar, yfirmanns kynningarmála og viðskiptaþróunar hjá Latabæ, er allt komið á blússandi siglingu.

Turner kaupir Latabæ - Magnús enn við stjórnvölinn

Samningar hafa tekist um kaup fjölmiðlarisans Turner Broadcasting á Latabæ, hugarfóstri Magnúsar Scheving. Breska blaðið Guardian segir frá málinu en þar kemur fram að samningurinn sé metinn á fimmtán milljónir punda, eða um 2,7 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×