Enski boltinn

Stjórn Chelsea á neyðarfundi vegna Mourinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samkvæmt frétt BBC og fleiri enskra fjölmiðla hefur Roman Abramovich, eigandi félagsins, og stjórn þess fundað á síðastliðnum sólarhring um framtíð Jose Mourinho, knattspyrnustjóra félagsins.

Chelsea er ríkjandi Englandsmeistari en hefur tapað níu af fyrstu sextán leikjum sínum í haust. Liðið er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir tap gegn Leicester um helgina.

Sjá einnig: Staða Mourinho óbreytt

Það er ekki áætlað að funda í dag en umræðan um stöðu Mourinho mun hafa verið hluti af almennri umræðu stjórnarinnar um gengi liðsins í gær. Chelsea mætir Sunderland á Stamford Bridge um helgina en enn er óljóst hvort að Mourinho verður við stjórnvölinn þá.


Tengdar fréttir

Staða Mourinho óbreytt

Chelsea er aðeins einu stigi frá fallsæti en fréttastofa Sky segir að Jose Mourinho haldi starfi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×