Erlent

Breska þingið þarf að íhuga að banna Trump að koma til Bretlands

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Bandaríska varnarmálaráðuneytið telur ummæli um að banna múslímum að koma til Bandaríkjanna dragi úr þjóðaröryggi.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið telur ummæli um að banna múslímum að koma til Bandaríkjanna dragi úr þjóðaröryggi. Vísir/AFP
Breska þingið þarf samkvæmt lögum að fjalla um kröfu rúmlega 200 þúsund Breta um að banna Donald Trump, fjárfestis og frambjóðanda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum, að koma til Bretlandseyja.

Undirskriftarsöfnun fór af stað í kjölfar umdeildra ummæla Trump um að banna ætti múslímum að koma til Bandaríkjanna á mánudag. Fljótlega voru undirskriftirnar komnar yfir 100 þúsunda múrinn, en það er sá fjöldi sem þarf að skrifa undir til að þingið þurfi að taka málið til umfjöllunar.

Þingið mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort málið komi til umræðu í þingsal. 

Ólíklegt þykir að málið fari lengra en það hefur þegar gert og nær útilokað að þingið samþykki að meina Trump að koma til Bretlands. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í samtali við Guardian að besta leiðin til að takast á við svona vitleysu væri lýðræðisleg umræða.

Ef Trump verði hins vegar meinað að koma til landsins verður hann ekki sá fyrsti . Bretar hafa áður bannað fólki að koma til landsins, til að mynda grínistanum Dieudonné M’bala M’bala vegna gyðingahaturs.

Ummælin hafa eins og áður segir vakið gríðarlega sterk viðbrögð og telur bandaríska varnarmálaráðuneytið að þau dragi úr þjóðaröryggi í landinu. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, Peter Cook, segir að ummæli sem þessi falli vel að málflutningi ISIS


Tengdar fréttir

Bandaríkin ekki í stríði við múslima

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, varar við því að láta óttann við hryðjuverk kljúfa þjóðina. Hvetur þingið til að herða skotvopnareglur. Forsetaframbjóðendur repúblikana lítt hrifnir af boðskapnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×