Erlent

Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Áhorfendur þustu inn á völlinn þegar leik lauk á Stade de France
Áhorfendur þustu inn á völlinn þegar leik lauk á Stade de France Vísir/getty
Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn.

Skammt utan við leikvanginn sprungu tvær sprengjur sem fjölmiðlar ytra segja vera sjálfsmorðsárásir þó heimildir um það séu enn á reiki í morgunsárið.

Sjá einnig: Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París

Eftir að leik Frakka og Þjóðverja lauk var áhorfendum sagt að yfirgefa völlinn en þeir voru ekki á þeim buxunum heldur þustu á völlinn meðan staðan fyrir utan völlinn var óörugg.

Þar héldu þeir kyrru fyrir meðan gengið var úr skugga um að hættan væri gengin hjá.  Mikil sorg ríkt á staðnum og samhugurinn mikill. Það endurspeglaðist í samsöngnum sem braust út þegar áhorfendur yfirgáfu loks leikvanginn.

Stuðningsmenn Frakklands, jafnt sem Þýskalands, tóku þá upp á því að syngja franska þjóðsönginn hástöfum,  La Marseillaise, og endurómaði söngurinn um ganga leikvangsins.

Sönginn má sjá hér að neðan.

Hér að neðan má sjá þegar sprengja sprakk fyrir utan leikvanginn meðan á rimmunni stóð.

Tengdar fréttir

„Var skíthrædd á vellinum“

Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×