Viðskipti innlent

Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings

Birgir Olgeirsson skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson
Þorsteinn Már Baldvinsson
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er með réttarstöðu sakbornings í máli sem embætti sérstaks saksóknara er með til rannsóknar. Þetta kom fram við upphaf skýrslutöku yfir Þorsteini Má í Stím-málinu svokallað, en aðalmeðferð þess fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur um þessar mundir.

Áður en vitnaleiðslan yfir Þorsteini Má hófst hófst kynnti dómsformaðurinn Símon Sigvaldsson honum réttindi sín. Sagði Símon að samkvæmt upplýsingum sem hann hefði væri Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings í öðru máli sem væri til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Tilkynnti Símon Þorsteini Má að ef svör hans við spurningum saksóknara í Stím-málinu gætu mögulega varpað á hann sök í öðrum málum mætti Þorsteinn neita að svara.

Þorsteinn Már var stjórnarformaður Glitnis árið 2008 en samkvæmt heimildum Vísi er hann með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar embættis sérstaks saksóknara á málum tengdum Glitni.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi.

Í Stím-málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónsyni, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök.

Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group.


Tengdar fréttir

Sagði Stím-kaupin vera óverjandi

Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, segist hafa haft frumkvæði að því að hann nýtur friðhelgi í Stím-málinu hvað varðar saksókn. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×