Lífið

Justin Bieber og félagar fóru víða: Alltaf draumurinn að koma til Íslands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Bieber er á leiðinni af klakanum.
Justin Bieber er á leiðinni af klakanum. vísir

„Við Justin vorum að tala um staði sem við höfðum aldrei heimsótt og við sögðum báðir Ísland,“ segir Rory Kramer, vinur Justin Bieber, á Instagram-síðu sinni.

Hann lenti með kanadísku poppstjörnunni á Keflavíkurflugvelli á mánudaginn og hafa þeir verið á ferðalagi um Suðurlandið með ljósmyndaranum Chris Burkard og fríðu föruneyti. Kramer var spenntur fyrir að skoða Fjaðrárgljúfur.

„Ég sá mynd af glúfrinu á Instagram-síðu Burkard og mig hefur alltaf dreymt um að sjá það með berum augum.“

Chris Burkard skipulagði ferðina og þeir Bieber og Kramer ákváðu að hitta hann á Íslandi.

Bieber og félagar skoðuðu Fjaðrárgljúfur, sem er í nágrenni Kirkjubæjarklausturs, í gær og skellti Bieber sér ofan í.

Sjá einnig: Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri

Bieber sat fyrir í undirfataauglýsingu hjá fyrirtækinu Calvin Klein á dögunum og sló heldur í gegn. Hann klæðir sig greinilega aðeins í nærbuxum frá því fyrirtæki. Hann hefur áður sagt í fjölmiðlum að hann klæði sig aðeins einu sinni í hverjar nærbuxur frá fyrirtækinu.

Fjaðrárgljúfur er mikilfengleg náttúrusmíð sem sennilega hefur orðið til á síðjökulstíma fyrir u.þ.b níu þúsund árum. Gljúfrið er skammt vestan Kirkjubæjarklausturs við Lakaveg/Holtsveg. Fjaðrá fellur þar fram af heiðarbrúninni í tiltölulega breiðu og fallegu móbergsgljúfri.

Samkvæmt heimildum Vísis sást Bieber á Keflavíkurflugvelli í morgun og er hann á leiðinni af landi brott.

Lost Boys.

A photo posted by Rory Kramer (@rorykramer) on

Never thought I'd get to come to Iceland.

A photo posted by Rory Kramer (@rorykramer) on

We get to create our own lives.

A photo posted by Rory Kramer (@rorykramer) on

Never experienced such beauty as Iceland.: @justinbieber

A photo posted by Rory Kramer (@rorykramer) on


Tengdar fréttir

Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri

Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur.

Stjörnusprengja á Íslandi

Justin Bieber og Mads Mikkelsen eiga það sameiginlegt að vera báðir staddir hér á landi og því nýjustu Íslandsvinirnir í sístækkandi safni. Koma poppprinsins hefur vakið mikla athygli, umtalsvert meiri en koma þess danska.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.