Handbolti

HM-Handvarpið: Það nennir enginn í Forsetabikarinn

Þjóðin er í áfalli eftir ellefu marka tap strákanna okkar gegn Tékklandi í fjórðu umferð riðlakeppni HM 2015 í handbolta, en þeir þurfa á sigri að halda gegn Egyptum til að komast í 16 liða úrslitin.

Tómas Þór Þórðarson og Ásgeir Jónsson fara yfir tapið gegn Tékklandi og margt fleira í þriðja þætti í HM-Handvarpsins, hlaðvarpi Vísis um HM í handbolta.

Sjá einnig:HM-Handvarpið: Íslenskur úrslitaleikur í Katar?

Tapi strákarnir gegn Egyptum fara þeir í Forsetabikarinn, eitthvað sem var óhugsandi fyrir mót. Það er mikilvægt fyrir andlegt ástand þjóðarinnar að vinna leikinn á morgun.

Það verður þó erfitt án Arons Pálmarssonar, en menn hafa trú á að það geti gerst. Strákarnir hafa unnið sér inn fyrir þeirri trú.

Leikaraskapur Nikola Karabatic er tekinn fyrir sem og árásir danskra fjölmiðlamanna í garð Guðmundar Guðmundssonar.

Hægt er að hlusta á annan þátt HM-Handvarpsins í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Þessar myndir segja meira en mörg orð

Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékkum á HM í handbolta í Katar í gær en Tékkarnir sem höfðu ekki unnið leik á mótinu rúlluðu upp strákunum okkar 36-25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×