Innlent

Fólkið á Airwaves: Missti af uppáhaldshljómsveitinni

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Joelle frá Wisconsin.
Joelle frá Wisconsin. VÍSIR/ANDRI MARÍNÓ
Joelle er frá Wisconsin í Bandaríkjunum og starfar sem rithöfundur. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur til Íslands, en besti vinur hennar er búettur hér.

Ég hef hlustað mikið á Sigur Rós og Björk en uppgötvaði hljómsveitina Agent Fresco fyrir nokkrum mánuðum. Ég varð alveg ástfangin af tónlistinni svo ég ákvað að skella mér á Airwaves til að sjá þá, segir hún. 

Það vildi þó ekki betur til en svo að Joelle missti tónleikum Agent Fresco í Gamla bíói í gærkvöldi vegna biðraðar, sem hún gerði sér ekki grein fyrir að yrði jafn löng og raun bar vitni.

Það var ansi svekkjandi en sem betur fer spilar hver hljómsveit ansi oft yfir hátíðina, svo ég ætla mér að sjá þá á morgun og líka á laugardaginn. Þá passa ég mig að mæta örugglega tímanlega, kannski jafnvel nokkrum klukkutímum fyrr, “ segir hún kát í bragði. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×