Tónlist

Sjáið myndbandið: Tryllt stemning á Airwaves í gær

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þakið ætlaði að rifna af Listasafni Reykjavíkur í gær þegar austurríska rafsveitin Klangkarussell tróð upp um miðnætti.

Stemningin var mögnuð eins og sést á meðfylgjandi myndbandi sem Kristinn Svanur Jónsson, deildarfulltrúi kynningar og markaðsmála hjá Listasafni Reykjavíkur tók og leyfði Vísi að birta.

Iceland Airwaves heldur áfram í kvöld og lýkur síðan annað kvöld. Í kvöld eru tónleikar The Knife í Hörpu einn af stærri viðburðum hátíðarinnar en á morgun eru það tónleikar Flaming Lips í Vodafonehöllinni.


Tengdar fréttir

Býst við um 50.000 gestum

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer nú fram í sextánda sinn. Fjölmargir innlendir og erlendir listamenn koma fram víðsvegar um borgina og gera aðstandendur hátíðarinnar ráð fyrir um 50.000 gestum.

Merci beaucoup La Femme!

Franska hljómsveitin La Femme var fljót að hrífa áhorfendur með sér þegar hún mætti á svið í Silfurbergi.

Prýðilegt pönkrokk

Hljómsveitin Pins er frá Manchester á Englandi og er hreinræktuð kvennasveit, skipuð þeim Faith Holgate (söngur og gítar), Lois McDonald (gítar), Anna Donigan (bassi) og Lara Williams (trommur).

Hvað er hægt að sjá frítt á Airwaves?

Heill hellingur af "off-venue“-viðburðum er í boði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem hefst í dag. Samanlagt getur fólk valið úr 675 tónleikum.

Pylsur og tónlist

Bæjarins bestu taka þátt í Iceland Airwaves hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×