Erlent

Loka lofthelgi austur Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Brak vélarinnar í Úkraínu.
Brak vélarinnar í Úkraínu. Vísir/AFP
Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol segir að yfirvöld í Kænugarði hafi lokað lofthelginni yfir austurhluta landsins. Öllum flugáætlunum sem fara í gegnum svæðið hefur verið hafnað.

Þeim flugvélum, sem höfðu áður gefið upp áætlanir um að fljúga í gegnum lofthelgi Úkraínu og höfðu þegar tekið á loft eftir lokunina, var beint frá svæðinu af flugumferðarstjórum á jörðu niðri.

Á meðfylgjandi skjáskoti af síðunni Flightradar24 má sjá að flugvélar sneiða nú framhjá landinu. Ámóta mynd birtist á síðunni Alltumflug fyrr í morgun.

Samkvæmt BBC segja Evrópusamtök flugmanna að flugleið MH17 vélarinnar sé ein sú mest notaða í flugi á milli Evrópu og suðaustur Asíu.

Hvert flugfélagið á fætur öðru hefur nú gefið út að flugvélar þess fari ekki lengur í gegnum lofthelgi Úkraínu. Þá hafa fjölmörg flugfélög hætt flugum til Kænugarðs.

Eurocontrol segir flugvélina sem skotin var niður hafa verið í tíu kílómetra hæð. Yfirvöld í Kænugarði höfðu lokað lofthelginni á þeirri leið, frá jörðu og upp í þá hæð. Lofthelgin sem flugvélin flaug um var því opin.

Hér má sjá tómarúmið í lofthelgi Úkraínu.Mynd/Skjáskot Flightradar24

Tengdar fréttir

Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak

Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“

Þjóðerni hluta farþeganna staðfest

Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður.

Biden segir vélina hafa verið skotna niður

oe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu hafa verið skotna niður. Bandarískir embættismenn sögðust fyrr í kvöld hafa undir höndum gögn sem staðfesta að vélin hafi verið skotin niður með flugskeyti.

Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu

Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×