Innlent

„Við höldum áfram“

Linda Blöndal skrifar
Helst er talið að orsök brunans hafi verið í þvottahúsinu Fönn í Skeifunni. Faðir Hjördísar Guðmundsdóttur stofnaði Fönn fyrir um hálfri öld og er þvottahúsið í eigu fjölskyldunnar, þ.e. í bróður Hjördísar. Hún hefur staðið vaktina í dag og séð um að hlúa að starfsfólkinu sem var mjög skelkað og hittist á veitingastaðnum hliðina á Fönn í dag. Hjördís segir allt óljóst með tjónið sem fyrirtækið hefur orðið fyrir eða hve mikið hefur tapast af eigum bæði fólks og fyrirtækja sem Fönn hafði í hreinsun.  „Við erum að fara í gegnum þvottinn sem að slapp og koma honum í þvott aftur. Svo erum við að skoða stöðu fyrirtækja sem er í þjónustu hjá okkur og erum í sambandi við þau um framhaldið“, sagði Hjördís.

Aðkoman ömurleg

„Það var auðvitað allt annað sem skemmtilegt að koma að þessu í gær. Auðvitað var aðkoman ömurleg en á móti kemur að ekkert er ómögulegt og fyrirtækið, eins og staðan er núna, heldur áfram“.

Rannsókn hefst á morgun

Áfram verður girt af í kringum Griffilshúsið og húsalengjuna austan við það, þar sem meðal annars er þvottahúsið Fönn, veitingastaður og Rekstrarland sem er gjörónýtt. Mildi þykir að matvöruverslunin Víðir við austurgafl húsalengjunnar slapp að mestu við brunaskemmdir og var búðin opnuð í morgun. Rannsókn hefst á brunanum á morgun þegar kólnað hefur í brunarústunum.




Tengdar fréttir

Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf

Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð.

Hunsaði viðvaranir lögreglunnar

Myndband sem sýnir foreldra fylgja börnum sýnum yfir viðvörunarborða lögreglunnar hefur vakið mikið umtal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×