Læðan Nuk verður ekki aflífuð Kristján Hjálmarsson skrifar 26. september 2013 11:14 Fáir kettir hafa valdið jafn miklum usla á Íslandi og læðan Nuk. Læðan Nuk, sem slapp úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags, verður ekki aflífuð heldur tekin í ítarlega heilbrigðisskoðun og sýni tekin úr henni til rannsóknar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.Eins og fram hefur komið fannst læðan aðeins nokkur hundruð metra frá flugvélinni. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að aflað verði nákvæmra upplýsinga um heilsufar læðunnar, bólusetningar og á hvaða stöðum hún hefði verið undanfarna tvo mánuði. Á grundvelli þessara upplýsinga og þess að líklegt má teljast að læðan hafi ekki komist í nána snertingu við aðra ketti og litlar líkur taldar á að smitsjúkdómar sem ekki eru til staðar hér á landi hafi borist til landsins við þetta óhapp. Stofnunin mun, í varúðarskyni, gera heilbrigðisskoðun á læðunni og taka úr henni sýni til rannsókna. Í lögum um innflutning dýra segir að dýrum sem flutt eru inn án heimildar skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo eigi stafi hætta af. Tilgangur laganna er að fyrirbyggja að smitsjúkdómar berist til landsins. Í ljósi atvika í þessu tiltekna máli er ljóst að ekki var verið að flytja læðuna inn til landsins og óhapp var þess valdandi að hún slapp út úr flugvélinni. Matvælastofnun lítur því svo á að ekki sé þörf á að fara fram á aflífun á dýrinu og hefur ákveðið að heimila eiganda þess að fara með það úr landi. Tengdar fréttir Kötturinn Nuk fundinn: "Ég er mjög hamingjusöm“ Danski kötturinn Nuk, sem hefur verið leitað að síðasta sólarhring, er kominn í leitirnar og er hann heill á húfi. 25. september 2013 21:11 "Finnið hana“ Dönsk kona sem týndi kettinum sínum á Reykjavíkurflugvelli biðlar til Íslendinga um að finna köttinn og heitir fundarlaunum fyrir. 24. september 2013 18:30 Heitir fundarlaunum fyrir Nuk: Köttur strauk úr einkaþotu Hátt í tíu manns hafa leitað frá því í morgun að kettinum Nuk sem slapp úr einkaþotu sem staðsett er á Reykjavíkurflugvelli. Eigandinn heitir fundarlaunum. 24. september 2013 15:35 Starfsmenn Tollstjóra funduðu vegna Nuk Yfirtollvörður segir embættið ætla að endurskoða verklag við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. 26. september 2013 08:47 Eiganda Nuk kom ekki dúr á auga: „Ég er mjög áhyggjufull“ „Ég svaf kannski í eina klukkustund í nótt. Ég er mjög áhyggjufull,“ segir Susanne Alsing, eigandi kattarins Nuk sem strauk úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fyrrinótt. 25. september 2013 09:05 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Læðan Nuk, sem slapp úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags, verður ekki aflífuð heldur tekin í ítarlega heilbrigðisskoðun og sýni tekin úr henni til rannsóknar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.Eins og fram hefur komið fannst læðan aðeins nokkur hundruð metra frá flugvélinni. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að aflað verði nákvæmra upplýsinga um heilsufar læðunnar, bólusetningar og á hvaða stöðum hún hefði verið undanfarna tvo mánuði. Á grundvelli þessara upplýsinga og þess að líklegt má teljast að læðan hafi ekki komist í nána snertingu við aðra ketti og litlar líkur taldar á að smitsjúkdómar sem ekki eru til staðar hér á landi hafi borist til landsins við þetta óhapp. Stofnunin mun, í varúðarskyni, gera heilbrigðisskoðun á læðunni og taka úr henni sýni til rannsókna. Í lögum um innflutning dýra segir að dýrum sem flutt eru inn án heimildar skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo eigi stafi hætta af. Tilgangur laganna er að fyrirbyggja að smitsjúkdómar berist til landsins. Í ljósi atvika í þessu tiltekna máli er ljóst að ekki var verið að flytja læðuna inn til landsins og óhapp var þess valdandi að hún slapp út úr flugvélinni. Matvælastofnun lítur því svo á að ekki sé þörf á að fara fram á aflífun á dýrinu og hefur ákveðið að heimila eiganda þess að fara með það úr landi.
Tengdar fréttir Kötturinn Nuk fundinn: "Ég er mjög hamingjusöm“ Danski kötturinn Nuk, sem hefur verið leitað að síðasta sólarhring, er kominn í leitirnar og er hann heill á húfi. 25. september 2013 21:11 "Finnið hana“ Dönsk kona sem týndi kettinum sínum á Reykjavíkurflugvelli biðlar til Íslendinga um að finna köttinn og heitir fundarlaunum fyrir. 24. september 2013 18:30 Heitir fundarlaunum fyrir Nuk: Köttur strauk úr einkaþotu Hátt í tíu manns hafa leitað frá því í morgun að kettinum Nuk sem slapp úr einkaþotu sem staðsett er á Reykjavíkurflugvelli. Eigandinn heitir fundarlaunum. 24. september 2013 15:35 Starfsmenn Tollstjóra funduðu vegna Nuk Yfirtollvörður segir embættið ætla að endurskoða verklag við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. 26. september 2013 08:47 Eiganda Nuk kom ekki dúr á auga: „Ég er mjög áhyggjufull“ „Ég svaf kannski í eina klukkustund í nótt. Ég er mjög áhyggjufull,“ segir Susanne Alsing, eigandi kattarins Nuk sem strauk úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fyrrinótt. 25. september 2013 09:05 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Kötturinn Nuk fundinn: "Ég er mjög hamingjusöm“ Danski kötturinn Nuk, sem hefur verið leitað að síðasta sólarhring, er kominn í leitirnar og er hann heill á húfi. 25. september 2013 21:11
"Finnið hana“ Dönsk kona sem týndi kettinum sínum á Reykjavíkurflugvelli biðlar til Íslendinga um að finna köttinn og heitir fundarlaunum fyrir. 24. september 2013 18:30
Heitir fundarlaunum fyrir Nuk: Köttur strauk úr einkaþotu Hátt í tíu manns hafa leitað frá því í morgun að kettinum Nuk sem slapp úr einkaþotu sem staðsett er á Reykjavíkurflugvelli. Eigandinn heitir fundarlaunum. 24. september 2013 15:35
Starfsmenn Tollstjóra funduðu vegna Nuk Yfirtollvörður segir embættið ætla að endurskoða verklag við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. 26. september 2013 08:47
Eiganda Nuk kom ekki dúr á auga: „Ég er mjög áhyggjufull“ „Ég svaf kannski í eina klukkustund í nótt. Ég er mjög áhyggjufull,“ segir Susanne Alsing, eigandi kattarins Nuk sem strauk úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fyrrinótt. 25. september 2013 09:05