Erlent

Sprenging í Boston

Frá vettvangi í Boston
Frá vettvangi í Boston
Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að tvær mjög kraftmiklar sprengjur sprungu í Boston nú fyrir stundu. Fjölmargir eru slasaðir. Þetta hefur FOX sjónvarpsstöðin eftir lögreglunni í borginni.

Sprengjurnar sprungu við marklínu maraþonsins sem fór fram í borginni í dag. Samkvæmt vef Sky News hefur stóru svæði verið lokað. Ekki er ljóst hversu margir eru slasaðir.

New York Times segir að sprengjurnar hafi sprungið á Copley-torgi, sem sé í grennd við marklínuna. Fjölmiðlar segja að margir liggi í jörðinni og mikil ringulreið sé á vettvangi. Rauði Krossinn hefur sett upp sjúkratjöld á vettvangi.

Ekki er vitað hvað olli sprengingunni en hún sprakk rúmlega tveimur klukkutímum eftir að fyrsti hlauparinn kom í mark. Um 27 þúsund hlauparar taka þátt í Boston-maraþoninu.

Hér má sjá beina útsendingu Bloomberg.



Hér má sjá myndband sem náðist af fyrstu sprengingunni



Tengdar fréttir

"Þetta er hræðilegt"

"Þetta er bara hræðilegt ástand hérna,“ segir Erla Gunnarsdóttir hlaupari sem tók þátt í Boston Maraþoninu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×