Erlent

Líður þér illa? Skoðaðu gamlar myndir á Facebook

„Þegar við erum neikvæð eða í vondu skapi, er mjög auðvelt að gleyma því hversu vel okkur getur liðið.“
„Þegar við erum neikvæð eða í vondu skapi, er mjög auðvelt að gleyma því hversu vel okkur getur liðið.“ Mynd/Getty
Ný rannsókn sýnir að það getur komið þér í betra skap að skoða gamlar myndir af þér á Facebook. Rannsóknin var framkvæmd í háskólanum í Portsmouth á dögunum.

Um 90 prósent aðspurðra sögðust renna reglulega yfir gamlar stöðuuppfærslur frá sér og 75 prósent sögðust skoða gamlar myndir af sér þegar þeim liði illa.

Um 145 einstaklingar tóku þátt í rannsókninni en þeir hafa allir aðgang á Facebook. Niðurstöðurnar sýna að fólk notar samskiptamiðilinn til að rifja upp minningar, bæði með því að skoða gamlar stöðuuppfærslur og myndir til að láta sér líða betur.

Dr Clare Wilson er ein þeirra sem framkvæmdi rannsóknina. „Myndirnar sem við látum inn á síðuna eru oft mjög jákvæðar og vekja upp góðar minninar. Þegar við erum neikvæð eða í vondu skapi, er mjög auðvelt að gleyma því hversu vel okkur getur liðið. Jákvæðu myndirnar og skilaboðin í stöðuuppfærslum minna okkur á það."

Þó að rannsóknin sé mjög lítil er stefnan á að framkvæma hana í stærri hóp á næstu vikum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×