Erlent

Fyrrverandi forseti Suður-Kóreu handtekinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu svipti Park Geun-hye embætti forseta. Hún hefur nú verið handtekin.
Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu svipti Park Geun-hye embætti forseta. Hún hefur nú verið handtekin. Vísir/EPA
Park Geun-hye, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, var handtekin í dag í tengslum við spillingarmálið sem varð til þess að stjórnlagadómstóll landsins setti hana af fyrr í mánuðinum.

Park er sökuð um að hafa leyft náinni vinkonu sinni að kúga fé út úr fyrirtækjum í skiptum fyrir pólitíska greiða, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Handtökuskipunin var gefin út vegna ákæra um mútur, misbeitingu valds, þvinganir og leka á ríkisleyndarmálum.

Vinkona Park er sögð hafa nýtt sér tengslin við forsetann til að þvinga fyrirtæki til að greiða milljónir dollara til sjóða sem hún stjórnaði.

Park neitar allri sök.


Tengdar fréttir

Kalla eftir því að Park verði handtekin

Mótmælendur í Suður Kóreu hafa kallað eftir því að Park Geun-hye, sem vikið var úr embætti forseta á dögunum, verði handtekinn fyrir spillingu og brot í opinberu starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×