Erlent

Fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels hlýtur annan fangelsisdóm

Bjarki Ármannsson skrifar
Ehud Olmert hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir fjársvik.
Ehud Olmert hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Vísir/EPA
Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Olmert er sagður hafa þegið fé með ólögmætum hætti þegar hann var borgarstjóri í Jerúsalem. Olmert hefur ávallt neitað sök og mun áfrýja niðurstöðunni.

Þetta er annar fangelsisdómurinn sem Olmert hlýtur á skömmum tíma. Í fyrra var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir mútuþægni en hann hyggst einnig áfrýja þeim dómi, að því er BBC greinir frá. Ef Hæstiréttur Ísraels staðfestir annan hvorn dóminn, verður hann fyrsti fyrrverandi leiðtogi landsins sem afplánar dóm í fangelsi.

Olmert var forsætisráðherra Ísraels milli 2006 og 2009. Hann neyddist til að segja af sér vegna ásakana um spillingu, sem bundu enda á stjórnmálaferil hans og trufluðu friðarviðræður við Palestínumenn.


Tengdar fréttir

Ehud Olmert dæmdur í fangelsi

Fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels þarf að sitja sex ár í fangelsi fyrir að hafa þegið himinháar mútur þegar hann var borgarstjóri í Jerúsalem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×