Viðskipti innlent

Fyrrverandi alþingismaður og myndlistarkona meðal umsækjenda

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Már Guðmundsson, Lilja Mósesdóttir, Sandra María Sigurðadóttir og Ragnar Árnason.
Már Guðmundsson, Lilja Mósesdóttir, Sandra María Sigurðadóttir og Ragnar Árnason.
Alls sóttu tíu manns um stöðu seðlabankastjóra en listinn hefur nú verið birtur á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Ráðherra auglýsti stöðuna lausa til umsóknar 2. júní og rann  umsóknarfrestur út á föstudaginn síðastliðinn.

Már Guðmundsson, núverandi seðlabankastjóri er meðal umsækjenda en hann lýsti yfir að hann myndi sækjast eftir stöðunni í þættinum Eyjunni á Stöð 2 þann 15. júní síðastliðinn.

Meðal annarra umsækjenda eru Lilja Mósesdóttir, fyrrverandi alþingiskona, Friðrik Már Baldursson, Ragnar Már Árnason og Sandra María Sigurðardóttir listakona.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafði gert því skóna um miðjan febrúar, í þættinum Sunnudagsmorgunn á RÚV, að seðlabankastjórum yrði jafnvel fjölgað um tvo. Slíkar breytingar á lögum um Seðlabankann hafa ekki verið gerðar enn og því verður nýr seðlabankastjóri, Már Guðmundsson eða annar, ráðinn á grundvelli gildandi laga sem segja til um að Seðlabankinn sé með einn seðlabankastjóra sem skipaður er sem fyrr segir til fimm ára. 

Greint var frá því í gær að fjármálaráðherra hefur skipað í nefnd sem metur hæfi umsækjendanna og mun Stefán Eiríksson lögreglustjóri leiða starf hennar.

Þeir sem föluðust eftir stöðunni eru eftirfarandi:



Ásgeir Brynjar Torfason, aðstoðarprófessor við Háskóla Íslands

Friðrik Már Baldursson, prófessor í viðskiptafræðideild við Háskólann í Reykjavík

Haukur Jóhannsson

Íris Arnlaugsdóttir, stjórnmálafræðingur

Lilja Mósesdóttir, alþingiskona

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri

Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands

Sandra María Sigurðardóttir, listakona

Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans

Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands


Tengdar fréttir

Embætti Seðlabankastjóra laust til umsóknar

Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti í febrúar síðastliðnum að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands stæði fyrir dyrum og var stofnaður starfshópur í kjölfarið.

Staða Más enn ekki auglýst

Skipunartími Más Guðmundssonar seðlabankastjóra rennur út 20. ágúst næstkomandi. Fjármálaráðuneytið hefur þegar boðað að staðan verði auglýst. Nefnd um endurskoðun laga um Seðlabankann er nýtekin til starfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×