Fyrirtæki Guðfinnu fengið 50 milljónir frá hinu opinbera án útboða Sveinn Arnarsson skrifar 2. október 2015 07:00 Landspítalinn hefur ekki gert samning við LC ráðgjöf frá árinu 2009. Síðan þá hafa tugir milljóna runnið til fyrirtækisins. Enginn samningur er í gildi milli fyrirtækisins og spítalans en sjö milljónir hafa farið til fyrirtækisins á þessu ári. LC ráðgjöf, fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hefur á síðustu tveimur árum starfað fyrir tvö ráðuneyti og Landspítalann og fengið greitt fyrir það um 50 milljónir króna án útboða eða að tilboða hafi verið leitað í verkin. Á síðasta ári og fram til dagsins í dag hefur fyrirtækið unnið fyrir Landspítalann fyrir um 17 milljónir króna en enginn samningur er í gildi milli spítalans og fyrirtækisins. Einn samningur var undirritaður síðla árs 2009 og gilti hann til septembermánaðar ársins 2010. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið starfað fyrir spítalann fyrir alls um 38 milljónir króna án þess að nokkur samningur liggi fyrir milli LC ráðgjafar og spítalans. Mælanleg markmið með þessum þjónustukaupum eru því ekki fyrir hendi.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, undrast þessar upphæðir. „Mín lína hefur verið sú að fara vel með þá fjármuni sem veitt er úr ríkissjóði. Miðað við þær upphæðir sem renna til Landspítala – háskólasjúkrahúss, og þann mannauð sem þar er að finna, myndi ég halda að hann ætti að vera í stakk búinn til að vinna þessa vinnu innanhúss í stað þess að útselja hana til fyrirtækis úti í bæ.“Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarÁ síðustu tveimur árum hafa aðeins tveir starfsmenn unnið fyrir fyrirtækið, Guðfinna sjálf og maðurinn hennar og meðeigandi, Vilhjálmur Kristjánsson. Fréttablaðið hefur áður greint frá störfum þeirra fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið þar sem þrír aðskildir samningar voru gerðir milli ráðuneytisins og fyrirtækisins fyrir alls 15,7 milljónir, og við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um mótun ferðamálastefnu fyrir alls 14,6 milljónir króna. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu í janúar á þessu ári um samninga ráðuneyta og stofnana þeirra. Þar kemur fram að yfirsýn ríkisaðila um samninga sína er takmörkuð og eftirfylgni með þeim lítil sem engin. Áætlaður kostnaður um 500 virkra samninga hins opinbera á árinu 2014 var 61 milljarður króna. á fjórða tug samninga var útrunninn en samt sem áður var enn starfað eftir þeim. Ekki náðist í Guðfinnu Bjarnadóttur við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns. Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Menntamálaráðuneytið segir Guðfinnu búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu Hefur sent frá sér tilkynningu vegna ráðningarsamninga við fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2015 19:46 Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið to 28. september 2015 07:45 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
LC ráðgjöf, fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hefur á síðustu tveimur árum starfað fyrir tvö ráðuneyti og Landspítalann og fengið greitt fyrir það um 50 milljónir króna án útboða eða að tilboða hafi verið leitað í verkin. Á síðasta ári og fram til dagsins í dag hefur fyrirtækið unnið fyrir Landspítalann fyrir um 17 milljónir króna en enginn samningur er í gildi milli spítalans og fyrirtækisins. Einn samningur var undirritaður síðla árs 2009 og gilti hann til septembermánaðar ársins 2010. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið starfað fyrir spítalann fyrir alls um 38 milljónir króna án þess að nokkur samningur liggi fyrir milli LC ráðgjafar og spítalans. Mælanleg markmið með þessum þjónustukaupum eru því ekki fyrir hendi.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, undrast þessar upphæðir. „Mín lína hefur verið sú að fara vel með þá fjármuni sem veitt er úr ríkissjóði. Miðað við þær upphæðir sem renna til Landspítala – háskólasjúkrahúss, og þann mannauð sem þar er að finna, myndi ég halda að hann ætti að vera í stakk búinn til að vinna þessa vinnu innanhúss í stað þess að útselja hana til fyrirtækis úti í bæ.“Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarÁ síðustu tveimur árum hafa aðeins tveir starfsmenn unnið fyrir fyrirtækið, Guðfinna sjálf og maðurinn hennar og meðeigandi, Vilhjálmur Kristjánsson. Fréttablaðið hefur áður greint frá störfum þeirra fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið þar sem þrír aðskildir samningar voru gerðir milli ráðuneytisins og fyrirtækisins fyrir alls 15,7 milljónir, og við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um mótun ferðamálastefnu fyrir alls 14,6 milljónir króna. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu í janúar á þessu ári um samninga ráðuneyta og stofnana þeirra. Þar kemur fram að yfirsýn ríkisaðila um samninga sína er takmörkuð og eftirfylgni með þeim lítil sem engin. Áætlaður kostnaður um 500 virkra samninga hins opinbera á árinu 2014 var 61 milljarður króna. á fjórða tug samninga var útrunninn en samt sem áður var enn starfað eftir þeim. Ekki náðist í Guðfinnu Bjarnadóttur við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.
Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Menntamálaráðuneytið segir Guðfinnu búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu Hefur sent frá sér tilkynningu vegna ráðningarsamninga við fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2015 19:46 Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið to 28. september 2015 07:45 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00
Menntamálaráðuneytið segir Guðfinnu búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu Hefur sent frá sér tilkynningu vegna ráðningarsamninga við fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2015 19:46
Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið to 28. september 2015 07:45