Fyrirtæki Guðfinnu fengið 50 milljónir frá hinu opinbera án útboða Sveinn Arnarsson skrifar 2. október 2015 07:00 Landspítalinn hefur ekki gert samning við LC ráðgjöf frá árinu 2009. Síðan þá hafa tugir milljóna runnið til fyrirtækisins. Enginn samningur er í gildi milli fyrirtækisins og spítalans en sjö milljónir hafa farið til fyrirtækisins á þessu ári. LC ráðgjöf, fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hefur á síðustu tveimur árum starfað fyrir tvö ráðuneyti og Landspítalann og fengið greitt fyrir það um 50 milljónir króna án útboða eða að tilboða hafi verið leitað í verkin. Á síðasta ári og fram til dagsins í dag hefur fyrirtækið unnið fyrir Landspítalann fyrir um 17 milljónir króna en enginn samningur er í gildi milli spítalans og fyrirtækisins. Einn samningur var undirritaður síðla árs 2009 og gilti hann til septembermánaðar ársins 2010. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið starfað fyrir spítalann fyrir alls um 38 milljónir króna án þess að nokkur samningur liggi fyrir milli LC ráðgjafar og spítalans. Mælanleg markmið með þessum þjónustukaupum eru því ekki fyrir hendi.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, undrast þessar upphæðir. „Mín lína hefur verið sú að fara vel með þá fjármuni sem veitt er úr ríkissjóði. Miðað við þær upphæðir sem renna til Landspítala – háskólasjúkrahúss, og þann mannauð sem þar er að finna, myndi ég halda að hann ætti að vera í stakk búinn til að vinna þessa vinnu innanhúss í stað þess að útselja hana til fyrirtækis úti í bæ.“Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarÁ síðustu tveimur árum hafa aðeins tveir starfsmenn unnið fyrir fyrirtækið, Guðfinna sjálf og maðurinn hennar og meðeigandi, Vilhjálmur Kristjánsson. Fréttablaðið hefur áður greint frá störfum þeirra fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið þar sem þrír aðskildir samningar voru gerðir milli ráðuneytisins og fyrirtækisins fyrir alls 15,7 milljónir, og við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um mótun ferðamálastefnu fyrir alls 14,6 milljónir króna. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu í janúar á þessu ári um samninga ráðuneyta og stofnana þeirra. Þar kemur fram að yfirsýn ríkisaðila um samninga sína er takmörkuð og eftirfylgni með þeim lítil sem engin. Áætlaður kostnaður um 500 virkra samninga hins opinbera á árinu 2014 var 61 milljarður króna. á fjórða tug samninga var útrunninn en samt sem áður var enn starfað eftir þeim. Ekki náðist í Guðfinnu Bjarnadóttur við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns. Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Menntamálaráðuneytið segir Guðfinnu búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu Hefur sent frá sér tilkynningu vegna ráðningarsamninga við fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2015 19:46 Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið to 28. september 2015 07:45 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
LC ráðgjöf, fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hefur á síðustu tveimur árum starfað fyrir tvö ráðuneyti og Landspítalann og fengið greitt fyrir það um 50 milljónir króna án útboða eða að tilboða hafi verið leitað í verkin. Á síðasta ári og fram til dagsins í dag hefur fyrirtækið unnið fyrir Landspítalann fyrir um 17 milljónir króna en enginn samningur er í gildi milli spítalans og fyrirtækisins. Einn samningur var undirritaður síðla árs 2009 og gilti hann til septembermánaðar ársins 2010. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið starfað fyrir spítalann fyrir alls um 38 milljónir króna án þess að nokkur samningur liggi fyrir milli LC ráðgjafar og spítalans. Mælanleg markmið með þessum þjónustukaupum eru því ekki fyrir hendi.Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, undrast þessar upphæðir. „Mín lína hefur verið sú að fara vel með þá fjármuni sem veitt er úr ríkissjóði. Miðað við þær upphæðir sem renna til Landspítala – háskólasjúkrahúss, og þann mannauð sem þar er að finna, myndi ég halda að hann ætti að vera í stakk búinn til að vinna þessa vinnu innanhúss í stað þess að útselja hana til fyrirtækis úti í bæ.“Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarÁ síðustu tveimur árum hafa aðeins tveir starfsmenn unnið fyrir fyrirtækið, Guðfinna sjálf og maðurinn hennar og meðeigandi, Vilhjálmur Kristjánsson. Fréttablaðið hefur áður greint frá störfum þeirra fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið þar sem þrír aðskildir samningar voru gerðir milli ráðuneytisins og fyrirtækisins fyrir alls 15,7 milljónir, og við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um mótun ferðamálastefnu fyrir alls 14,6 milljónir króna. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu í janúar á þessu ári um samninga ráðuneyta og stofnana þeirra. Þar kemur fram að yfirsýn ríkisaðila um samninga sína er takmörkuð og eftirfylgni með þeim lítil sem engin. Áætlaður kostnaður um 500 virkra samninga hins opinbera á árinu 2014 var 61 milljarður króna. á fjórða tug samninga var útrunninn en samt sem áður var enn starfað eftir þeim. Ekki náðist í Guðfinnu Bjarnadóttur við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.
Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Menntamálaráðuneytið segir Guðfinnu búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu Hefur sent frá sér tilkynningu vegna ráðningarsamninga við fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2015 19:46 Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið to 28. september 2015 07:45 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00
Menntamálaráðuneytið segir Guðfinnu búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu Hefur sent frá sér tilkynningu vegna ráðningarsamninga við fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2015 19:46
Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið to 28. september 2015 07:45