Erlent

Forseti Suður-Afríku hætti við heimsókn til Indónesíu vegna ofbeldisöldunnar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Zuma segir alla þá sem velja að fara velkomna aftur þegar ofbeldisölduna lægir.
Zuma segir alla þá sem velja að fara velkomna aftur þegar ofbeldisölduna lægir. Vísir/AFP
Jacob  Zuma , forseti Suður-Afríku, hefur hætt við heimsókn sína til Indónesíu vegna vaxandi ofbeldis gegn útlendingum í landinu. Að minnsta kosti sex hafa látist og þúsundir hafa verið hraktir í flóttamannabúðir eða úr landi.

Ríkisstjórnir Simbabve og Malaví hafa sent rútur til Suður-Afríku til að gefa ríkisborgurum sínum færi á að yfirgefa landið. Zuma hefur sagt þá sem velja að yfirgefa Suður-Afríku vera velkomna að snúa aftur um leið og ofbeldisölduna lægir.




„Við ætlum sannarlega að stöðva ofbeldið,“ sagði forsetinn í ræðu sem hann hélt í  flótamannabúðum  í  Chatswort , suður af  Durban



Suðurafrísk stjórnvöld hafa óskað eftir aðstoð frá öðrum Afríkuríkjum við stöðva ofbeldisbylgjuna. Óeirðirnar hófust í hafnarborginni  Durban  fyrir um tveimur vikum en hafa síðan færst víðar um landið og hafa verið verstar í Jóhannesarborg undanfarna daga. 



Zuma  forseti hefur hvatt fólk til að láta af ofbeldinu en sonur hans hefur kynnt undir hræðslu við útlendinga með ummælum sínum.


Tengdar fréttir

Útlendingar ofsóttir í borgum Suður-Afríku

Kröfur um að útlendingar hafi sig á brott frá Suður-Afríku hafa verið háværar undanfarnar vikur. Ofbeldi gegn útlendingum hefur kostað nokkur mannslíf. Um 4 til 10 prósent íbúa eru innflytjendur. Sonur forsetans hefur varað við þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×