Erlent

Flak vélarinnar fundið nærri Kulusuk

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Kulusuk
Frá Kulusuk Vísir/Pjetur
Flak flugvélar sem hvarf á leið frá Keflavík til Kulusuk er fundið. Ekkert hafði spurst til vélarinnar og flugmanns hennar frá 11. september. Bandarískur flugmaður vélarinnar fannst látinn.

Frá þessu er sagt á vef grænlenska miðilsins Sermitsiaq.

Flugvélin fannst á eyjunni Kulusuk ekki fjarri flugvelli þar sem hún átti að lenda og á svæði sem búið var að leita á. Talið er að leitarmenn hafi ekki séð flakið vegna slæmra veðurskilyrða.

Á vefnum Bismarck Tribune, segir að flugmaðurinn hafi heitið Paul Eriksmoen. Skömmu áður en hann átti að lenda flugvélinni, tilkynnti hann flugumferðarstjórn um að hann ætti í vélarvandræðum.


Tengdar fréttir

Flugvélin enn ófundin á Grænlandi

Leit að litlu flugvélinni sem hvarf skömmu áður hún átti að lenda í Kulusuk á Grænlandi síðasta fimmtudag hélt áfram í gær.

Flugvélarinnar enn leitað á Grænlandi

Tvær björgunarþyrlur, Challenger-þota danska flughersins og vél Air Zafari leita nú flugvélarinnar sem hvarf skömmu fyrir fyrirhugaða lendingu í Kulusuk síðdegis í gær.

Bandaríkjamaður flaug vélinni sem hvarf

Hinn 34 ára Paul Eriksmoen flaug flugvélinni sem fór frá Keflavík á fimmtudaginn í síðustu viku og hvarf skömmu áður en hún átti að lenda í Kulusuk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×