Innlent

Fjölfötluð stúlka fær hvorki dagvistun né skólavist í Reykjavík

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Foreldrar sextán ára fjölfatlaðrar stúlku, sem nýlega flutti til Reykjavíkur úr öðru sveitarfélagi, segja velferðarkerfið í borginni hafa brugðist dóttur sinni en hún fær þar hvorki dagvistun né skólavist. Þau telja brotið á mannréttindum hennar og ætla í mál við borgina.

Sóley Eysteinsdóttir flutti ásamt foreldrum sínum og fjórum yngri systkinum til Reykjavíkur úr Reykjanesbæ í byrjun september. Systkini Sóleyjar eru öll á grunnskólaaldri og gengu þau beint inn í skóla og frístundakerfið í borginni. Aðra sögu er þó að segja um Sóley. Í Reykjanesbæ fékk hún alla þá þjónustu sem hún þurfti en í Reykjavík fær hún enga þjónustu af hálfu borgarinnar. 

„Við erum búin að reyna og reyna. Erum búin að vera að senda umsóknir og fara á fundi en það vísa allir á hvorn annan og ekkert gerist í málinu,“ segir Karen Þorsteinsdóttir móðir Sóleyjar.

Foreldrar Sóleyjar hafa fengið þau svör að í Reykjavík sé ekki dagvistunarúrræði í boði fyrir sextán til tuttugu ára einstaklinga. Gert er ráð fyrir að því að þeir séu í skóla. Þau sóttu um skólavist fyrir hana í öllum framhaldsskólum í Reykjavík en var svarað á þá leið að ekki væri pláss fyrir Sóleyju þar sem skólaárið væri þegar hafið.

„Maður gerði ekki ráð fyrir því að það væri enginn dagvistunarþjónusta fyrir börn í Reykjavík. Hún er barn. Sóley er að flytja á milli sveitarfélaga og kemst ekki inn í skóla hér. Ekki flytja með fatlað barn, sextán til tuttugu ára á milli sveitarfélaga virðast vera skilaboðin,“ segir Eysteinn Jónsson faðir Sóleyjar.

Hún getur þó haldið áfram í fjölbrautarskóla Suðurnesja, en var synjað um akstursþjónustu af ferðaþjónustu fatlaðra, þar sem skólinn er í öðru sveitarfélagi. Því má segja að Sóley sé föst í gati í kerfinu. Á meðan tekur fjölskyldan einn dag í einu og skiptist á að vera heima hjá henni.

„Auðvitað getur maður skilið það að þessir hluti taki tíma. En þegar engin úrræði eru í boði veit maður ekki alveg hvað hægt er að gera. Koma í sjónvarp og opinbera sig til að fá einhverja þjónustu?,“ spyr Karen.

Eysteinn segir það lögbundið hlutverk sveitarfélaga að sjá dóttur hans fyrir dagvistun. Hann telur að Reykjavíkurborg brjóti lög um málefni fatlaðra og manréttindi Sóleyjar með því að bjóða henni ekki upp á þá þjónustu sem hún þarf. Fjölskyldan hyggst leita réttar Sóleyjar í málinu.

„Við munum gera það. Það er ömurlegt að þurfa að reka svona mál sem einstaklingur, með þetta stóra fjölskyldu, fimm börn, og sinna sinni vinnu, að maður þurfi að fara í mál fyrir dómstólum við sveitarfélagið sem maður býr í. Það er stórfurðulegt að menn ætli bara að fara með þetta þangað, sem virðist vera miðað við þær móttökur og þau svör sem við höfum verið að fá,“ segir Eysteinn.


Tengdar fréttir

Níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani af ferðaþjónustu fatlaðra

Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar.

Föstudagsviðtalið: Dagur er búinn að koma sér út í horn

Það er óábyrgt að fara á svig við lögin. Þó að málstaðurinn sé góður. Að gera það þegar fólki hentar af því það telur sig vera með góðan málstað, það ryður bara brautina fyrir því að þegar aðrir komast til valda þá geri þeir slíkt hið sama,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í vikunni hefur fátt annað verið rætt en sniðganga borgarstjórnar við ísraelskar vörur sem var svo dregin til baka. Boðað var til borgarstjórnarfundar á miðvikudag þar sem Áslaug nefndi nasista í samhengi við aðgerðirnar. Hún baðst síðar afsökunar á framsetningu máls síns.

Brotið á rétti fatlaðs fólks í Vesturbyggð

Engin ferðaþjónusta er fyrir fatlað fólk sem býr í sveitarfélaginu Vesturbyggð. Engin bíll er þar til slíks aksturs. Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ríkið bera ábyrgð. Lögfræðingur ÖBÍ segir lögin kveða skýrt á um skyldu sveitarfélaga.

Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar

Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna.

Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn

Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×