FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 07:51

Vill ekki ađ Trump vinni međ demókrötum

FRÉTTIR

Finnur Atli: Landiđ er á móti Haukum

 
Körfubolti
14:59 28. FEBRÚAR 2017
Finnur Atli er hér viđ hliđ Ívars ţjálfara.
Finnur Atli er hér viđ hliđ Ívars ţjálfara. VÍSIR/ERNIR

Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, sér jákvæðar hliðar við alla umfjöllunina um Haukana og skíðaferð þjálfarans, Ívars Ásgrimssonar.

Ívar mun missa af leiknum mikilvæga gegn Snæfelli á föstudag þar sem hann er í brekkunum í Austurríki.

Finnur Atli segir liðið hafa hist í gær og rætt um málið og ákveðið að taka ekki þátt í umræðunni.

Sjá einnig: Fjarvera Ívars getur hjálpað til

„Mér finnst það ekki vera að hafa áhrif á liðið að Ívar sé að fara. Það hefur meiri áhrif að sjá að allir haldi með Snæfelli í leiknum og vonist til að þeir vinni,“ segir Finnur Atli í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni.

Hann segir að umræðan sé á svipuðum nótum nú og þegar KR mætti Þór frá Þorlákshöfn í bikarúrslitunum og allir héldu með Þórsurum.

„Þá var landið á móti KR en nú er landið á móti Haukum. Ég er að fíla það. Það gefur mér spark í rassinn sem og meðbyr og aukakraft.“

Viðtal Hjartar við Finn Atla verður spilað í Akraborginni á X977 en þátturinn er á milli 16 og 18.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Finnur Atli: Landiđ er á móti Haukum
Fara efst