Farþegar í Keflavík fastir í flugvél í þrjá tíma Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júní 2016 10:18 Allmargir farþegar hafa beðið lengi eftir að fá að komast úr landi. Vísir/Andri Marinó Farþegar á leið úr landi hafa margir hverjir þurft að bíða í tvo tíma á flugbrautinni eftir því að vél þeirra fái að takast á loft. Þetta er vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöð en vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra er ekki hægt að kalla út fleiri starfsmenn. Þrjá vantaði til vinnu í morgun vegna veikinda. Farþegi í vél á leið til London segir að samkvæmt nýjustu tíðindum standi til að láta vélina hinkra á flugbrautinni í klukkutíma til viðbótar. Farþegar séu ekki sáttir. „Vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöðinni þar sem aðfluginu að Keflavíkurflugvelli er stýrt eru átta mínútur á milli flughreyfinga,“ útskýrir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Með flughreyfingum á Guðni við lendingu og flugtak en vanalega eru tvær mínútur á milli flughreyfinga, í mesta lagi tvær og hálf. Þetta hefur valdið töfum í morgun. Guðni vissi ekki hversu lengi ástandið myndi vara þegar Vísir náði af honum tali en bjóst við því að fá nánari upplýsingar um stöðu vakta flugumferðarstjóra bráðlega. Flugvél á leiðinni til London Heathrow átti að leggja af stað frá Íslandi klukkan 7.40 í morgun en nú um klukkan tíu er vélin enn á flugbrautinni. Um tuttugu ferðum var seinkað í meira en hálftíma í morgun. Þar af eru að minnsta kosti fimm vélar sem áttu að halda af stað fyrir átta í morgun en bíða þess enn að fá leyfi til flugtaks. Flugumferðarstjórar funduðu ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia á þriðjudag. Nú fer félagið yfir gögn frá Isavia. Til stendur að funda aftur á morgun. Deilan hefur staðið yfir síðan í nóvember en yfirvinnubannið skall á í byrjun apríl. Uppfært 10.42:Samkvæmt upplýsingum frá Isavia varði ástandið á milli sjö og tíu í morgun. Nú eru þrjár til fimm mínutur á milli flughreyfinga vegna vaktaskipta. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Farþegar á leið úr landi hafa margir hverjir þurft að bíða í tvo tíma á flugbrautinni eftir því að vél þeirra fái að takast á loft. Þetta er vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöð en vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra er ekki hægt að kalla út fleiri starfsmenn. Þrjá vantaði til vinnu í morgun vegna veikinda. Farþegi í vél á leið til London segir að samkvæmt nýjustu tíðindum standi til að láta vélina hinkra á flugbrautinni í klukkutíma til viðbótar. Farþegar séu ekki sáttir. „Vegna veikinda í flugstjórnarmiðstöðinni þar sem aðfluginu að Keflavíkurflugvelli er stýrt eru átta mínútur á milli flughreyfinga,“ útskýrir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Með flughreyfingum á Guðni við lendingu og flugtak en vanalega eru tvær mínútur á milli flughreyfinga, í mesta lagi tvær og hálf. Þetta hefur valdið töfum í morgun. Guðni vissi ekki hversu lengi ástandið myndi vara þegar Vísir náði af honum tali en bjóst við því að fá nánari upplýsingar um stöðu vakta flugumferðarstjóra bráðlega. Flugvél á leiðinni til London Heathrow átti að leggja af stað frá Íslandi klukkan 7.40 í morgun en nú um klukkan tíu er vélin enn á flugbrautinni. Um tuttugu ferðum var seinkað í meira en hálftíma í morgun. Þar af eru að minnsta kosti fimm vélar sem áttu að halda af stað fyrir átta í morgun en bíða þess enn að fá leyfi til flugtaks. Flugumferðarstjórar funduðu ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia á þriðjudag. Nú fer félagið yfir gögn frá Isavia. Til stendur að funda aftur á morgun. Deilan hefur staðið yfir síðan í nóvember en yfirvinnubannið skall á í byrjun apríl. Uppfært 10.42:Samkvæmt upplýsingum frá Isavia varði ástandið á milli sjö og tíu í morgun. Nú eru þrjár til fimm mínutur á milli flughreyfinga vegna vaktaskipta.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48