Innlent

Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Fanney Björk er 65 prósent öryrki eftir að hafa smitast af lifrarbólgu c, þegar hún fékk blóðgjöf við fæðingu dóttur sinnar árið 1983.
Fanney Björk er 65 prósent öryrki eftir að hafa smitast af lifrarbólgu c, þegar hún fékk blóðgjöf við fæðingu dóttur sinnar árið 1983. Vísir/Stefán
Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Þetta er niðurstaða dómsins í máli sem hún höfðaði eftir að hafa verið neitað um lyfin sem standa sjúklingum til boða í öllum nágrannalöndunum. Hún segir þetta í raun dauðadóm yfir sér.

Samkvæmt lögum eiga sjúklingar rétt á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Lyfið Harvoni sem upprætir lifrarbólgu á nokkrum vikum og er nánast án aukaverkana stendur þó ekki íslenskum lifrarbólgusjúklingum enn til boða.

Fjárlög ofar mannréttindum

Fanney Björk er 65 prósent öryrki eftir að hafa smitast af lifrarbólgu c, þegar hún fékk blóðgjöf við fæðingu dóttur sinnar árið 1983.

Í niðurstöðu dómsins er ekki fallist á að sú ákvörðun að neita henni um lyfið sé andstæð lögum eða stjórnarskrá. Bent er á að allir stefndu í málinu séu bundnir af fjárheimildum ríkisins. Hún segir dóminn afar sársaukafullan, enda hafi hún ekki getað lifað eðlilegu lífi í þrjátíu ár vegna sjúkdómsins.

Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Fanneyjar, segir að í dómnum felist að fjárlögin séu æðri mannréttindum á Íslandi. Samkvæmt því eigi slökkviliðið að hætta að slökkva elda ef fjárheimildir þrjóti, lögreglan að hætta að halda uppi lögum og reglu og læknar að hætta lækna. Hann segir að dómnum verði áfrýjað, það komi ekkert annað til greina. Fanney þurfi að fá lækningu við sjúkdómi sínum. Þau ætli ekki að hætta fyrr en hún fær hana.


Tengdar fréttir

Hjálpum þeim til að hjálpa sér sjálf

Formaður velferðarráðs Reykjavíkur, Björk Vilhelmsdóttir, segir aumingjavæðingu í gangi hjá borginni. Þetta eru stór orð komandi frá manneskju sem hefur helgað sig velferðarmálum á sínum pólitíska ferli sem spannar yfir áratug í borgarpólitíkinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×