Fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Lögreglan á Suðurnesjum segir goshlé á Reykjanesskaga ekki hafa mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu. Erfiðlega gangi að manna vaktir, bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana. 

Innlent

Við­bragðs­aðilar taka gos­hléi fagnandi

Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. 

Innlent

Styttir upp með kvöldinu

Allvíða verða skúrir í dag en draga mun úr úrkomu í kvöld. Því ætti að viðra ágætlega til þess að skemmta sér á útihátíðum víðast hvar.

Veður

Dúfur ná 100 kílómetra meðalhraða í keppnum

Það er æði misjafn hvernig fólk eyðir verslunarmannahelginni en bréfdúfnabændur voru löngu búnir að ákveða hvað þeir ætluðu að gera um helgina en það var kappflug með dúfurnar sínar, sem fór fram í dag. Í keppninni ná dúfurnar allt að hundrað kílómetra meðalhraða á klukkustund.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni eiga sér stað á Reykjanesskaga í bili. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent

„Þetta er bara hörmulegt“

Umræða um launagreiðslur fatlaðs fólks kemur formanni Öryrkjabandalagsins ekki á óvart. Fjöldamörg dæmi séu um að fatlað fólk fái ekki greitt fyrir störf sín. Hún segir skyldu hvíla á stjórnvöldum að bregðast við.

Innlent

Sló til hunds og var hand­tekinn

Þjóðhátíðargestur var handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds lögreglu en var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og ekki síður hjá fíkniefnaleitarhundum þar sem fimmtán mál tengd fíkniefnum komu upp.

Innlent

Verslunar­manna­helgin fer vel af stað

Skemmtanahald og umferð hefur gengið vel nú þegar stærsta ferðahelgi ársins fer fram og hátíðarhöld víða um land. Gestir á Þjóðhátíð eru fleiri en síðustu ár en þeim hefur fækkað á Akureyri.

Innlent

„Ögrun við tungu­málið okkar“

Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra segir að allar merkingar eigi fyrst að vera á íslensku. Það hafi til að mynda verið ögrun við íslenska tungu þegar Isavia setti upp skilti sem voru fyrst á ensku.

Innlent

Veðrið að skýrast um helgina

Spáð er suðaustlægri eða breytilegri vindátt í dag, þremur til átta metrar á sekúndu og verður skýjað með köflum víða á landinu. Dálítil rigning á suðvestanverðu landinu en annars líkur á dálitlum skúrum, einkum inn til landsins og bætir í skúrina eftir hádegi. Yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti ellefu til sextán stig.

Veður

Segir of­beldis­menn best geymda eina heima

Verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir áríðandi að fólk sé vakandi fyrir ofbeldi eða mögulega hættulegum aðstæðu. Alltaf eigi að láta vita ef grunur sé um slíkt. Hún segir ofbeldismenn best geymda eina heima. 

Innlent

Bubbi stranda­glópur á Krít

Fjöldi Íslendinga eru strandaglópar á eyjunni Krít á Grikklandi eftir að flugferð Icelandair þaðan til Íslands var aflýst vegna tæknibilunar. Meðal þeirra er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en ekki liggur fyrir hvenær farþegar komast heim.

Innlent