Viðskipti innlent

Evróputilskipun um fjármálastofnanir samþykkt

Heimir Már Pétursson skrifar
Tillagan var samþykkt með 31 atkvæði stjórnarflokkanna gegn 18 atkvæðum stjórnarandstöðuflokkanna.
Tillagan var samþykkt með 31 atkvæði stjórnarflokkanna gegn 18 atkvæðum stjórnarandstöðuflokkanna. vísir
Þingsályktunartillaga Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra um að tilskipun Evrópusambandsins um fjármálaþjónustu verði innleidd á Íslandi var samþykkt á Alþingi í dag með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna gegn 18 atkvæðum stjórnarandstöðuflokkanna en 14 þingmenn voru fjarstaddir.

Farið var fram á nafnakall við atkvæðagreiðsluna og gerðu margir þingmenn grein fyrir atkvæði sínu. En áður hafði farið fram um klukkustundar umræða um málið.

Birgir Ármannsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sagði stór orð sem fallið hefðu í umræðunni að hálfu þingmanna stjórnarandstöunnar væru innistæðulaus. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu hins vegar að Alþingi setti niður með samþykki tillögunnar þegar álit helstu stjórnlagasérfræðinga væri að tillagan bryti í bága við stjórnarskrána.

Með henni væri verið að framselja vald til yfirþjóðlegrar stofnunar innan Evrópusambandsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×