Innlent

Eru efasemdir um evruna að festa rætur í Samfylkingunni?

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar var í viðtali í beinni á Stöð 2 vegna stöðunnar á evrusvæðinu.

Samkomulagið sem gert var í Brussel aðfaranótt mánudags þykir niðurlægjandi fyrir Grikki. Þá er það útbreidd skoðun embættismanna og fréttaskýrenda í álfunni að Grikkir hafi í reynd verið sviptir fjárhagslegu fullveldi sínu með samkomulaginu enda felur það í sér víðtækasta inngrip í ríkisfjármál aðildarríkis í evrópsku samstarfi á 20. og 21. öld.

Samfylkingin hefur frá stofnun haft aðild að ESB og síðar Evrópska myntbandalaginu með upptöku evru á stefnuskrá sinni. Árni Páll hefur áður sagt hafa „nært með sér efasemdir“ um evruna en telur formaður Samfylkingarinnar að upptaka evru sé ennþá góð hugmynd fyrir Íslendinga?

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá frétt um nýjustu framvindu mála í Aþenu, en gríska þjóðþingið þarf að samþykkja lagafrumvarp um efnahagsúrbætur fyrir miðnætti annað kvöld. Viðtal við Árna Pál hefst á mínútu 2:40.


Tengdar fréttir

„Langur vegur framundan fyrir Grikkland“

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að nýtt samkomulag við Grikki feli ekki í sér skuldaniðurfellingar en skilyrði endurgreiðslna verði rýmkuð.

Tíminn geymir næstu skref

Maraþonfundir fóru fram í Brussel í gær. Drög að samkomulagi liggja fyrir sem þýðir að skuldir Grikkja fara yfir 200 prósent af vergri landsframleiðslu. Óvissa ríkir um framhaldið, næstu skref og hvað þau hafa í för með sér.

Þungi sögunnar hvílir á Þýskalandi

Dagurinn í dag er talinn sá stærsti í 10 ára valdatíð Angelu Merkel og biðla þýskir miðlar til kanslarans að hún „sýni mikilleika“ og bjargi Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×