Enski boltinn

Er Schwarzer heillagripur meistaraliða?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Schwarzer í bikarleik með Leicester.
Mark Schwarzer í bikarleik með Leicester. Vísir/Getty
Ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer virðist vera heillagripur fyrir meistaralið ensku úrvalsdeildarinnar.

Schwarzer var á mála hjá Chelsea sem varð enskur meistari í fyrra en hann fór reyndar til Leicester á miðju tímabili.

Leicester varð sem kunnugt er enskur meistari í gær og Schwarzer hefur því tilheyrt meistaraliðunum í ensku úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð.

Það hefur engum leikmanni tekist áður en Schwarzer er einnig elsti leikmaður meistaraliðs. Hann er 43 ára.

Schwarzer spilaði þó engan leik fyrir Leicester í ár og hann gerði það ekki heldur fyrir Chelsea í fyrra. Hann á því ekki rétt á að fá verðlaunapening um hálsinn en til þess þarftu að koma við sögu í minnst fimm leikjum.

En hann virðist sannarlega hafa góð áhrif á lið sín á síðari árum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×